IBO Book - IC

Uppgötvaðu viðskiptatækifæri Herbalife

Bók eitt

Þessari bók er ætlað að leiðbeina þér á upphafsmetrunum á vegferð þinni sem sjálfstæður meðlimur í Herbalife. Í henni er að finna þær upplýsingar, fræðslu og stuðning sem þú þarft til að ná settum markmiðum.

1

EFNISYFIRLIT

KAFLI 1

Herbalife uppfyllir sannkallaðan gullstaðal í neytendavernd.

03 Velkomin öllsömul.

KAFLI 2

11 Leiðir til að finna fleira fólk og hjálpa því að ná frábærum árangri.

Um leið og Herbalife er í stöðugum vexti erum við stolt af að veita bæði viðskiptavinum okkar og meðlimum neytendavernd sem uppfyllir sannkallaðan gullstaðal .

KAFLI 3

Gullstaðalábyrgð Herbalife: ✓✓ Lítill stofnkostnaður. ✓✓ Skilaréttur gegn endurgreiðslu. ✓✓ Fyrirframupplýsingar um

20 Virðisauki og uppbygging tryggðar.

KAFLI 4

38 Innskráning nýrra meðlima.

viðskiptatækifærið. ✓✓ Skrifleg staðfesting.

KAFLI 5

✓✓ Skýrar leiðbeiningar um það sem er heimilt að fullyrða um vörur og viðskiptatækifæri Herbalife.

46 Skilningur á sölu- og markaðskerfinu.

KAFLI 6

Mikilvægt er að flétta gullstaðalreglurnar bæði inn í viðskiptin og samskipti við viðskiptavini á degi hverjum. Tilgangur þess er að vernda bæði þig og vörumerki Herbalife um ókomin ár. Á Herbalife.com getur þú lesið meira um verndina sem gullstaðalábyrgðin veitir bæði þér og viðskiptavinunum.

65 Hjálpar- og kynningargögn.

KAFLI 7

70 Algengar spurningar.

KAFLI 8

72 Orðskýringar.

02

1

VELKOMIN ÖLLSÖMUL

Til hamingju

Kæri meðlimur í Herbalife, Til hamingju með að hafa gengið til liðs við samfélagshóp sem gefur sig af heilum hug í að breyta lífi fólks. Þúsundir manna í öllum heimshornum hafa, rétt eins og þú, náð persónulegum árangri með hjálp vöruúrvals Herbalife ® . Í kjölfarið hafa þeir svo ákveðið að byggja upp vel heppnuð viðskipti með því að halda áfram að ástunda heilnæman og virkan lífsstíl og deila sögu sinni. Þú getur það líka. Þessi bók er leiðarvísir þinn til að átta þig á viðskiptatækifæri Herbalife. Það tækifæri er opið öllum, alveg óháð bakgrunni eða fyrri starfsreynslu. Hvort sem þú ert að hugsa um þessi viðskipti sem hlutastarf eða fullt starf getur þú sniðið þau alfarið að eigin lífsstíl. Ef þú sýnir óbilandi áhuga og dugnað, og þiggur þann stuðning sem er í boði frá öðrum meðlimum, getur þú gert viðskiptin gjöful fyrir þig. Einmitt núna er frábær tími til að tilheyra Herbalife. Hér á eftir eru taldar upp fáeinar af ástæðunum fyrir því.

Michael O. Johnson

Meðlimirnir okkar ·· Þeir eru leiðbeinendur viðskiptavina sinna á vegferð þeirra í átt að heilnæmu og virku lífi og styðja þá við hvert fótmál með fræðslu, hvatningu og fyrsta flokks þjónustu. ·· Þeir skipuleggja og taka sjálfir þátt í alls kyns starfsemi, á borð við gönguferðir úti í náttúrunni og hreyfingu af ýmsu tagi, til að stuðla að hreysti og jákvæðum félagslegum samskiptum. ·· Þeir eru heiðarlegir og heilsteyptir í öllum sínum aðgerðum og eru vörumerki Herbalife til sóma hvert sem þeir fara. Herbalife býður upp á hjálpargögn og þjálfun til að stuðla að góðu siðferði og heilindum hjá meðlimum sínum.

Vörurnar okkar ·· Næringarvörurnar okkar eiga sér bakland í vísindum og við framleiðslu þeirra er stuðst við metnaðarfyllstu staðla yfirvalda um allan heim. ·· Herbalife er í 1. sæti í heiminum í flokknum fyrir máltíðardrykki.* ·· Efnablöndur í vörunum þróast með tímanum til að uppfylla eftirspurn á markaði og fylgja framförum í næringarfræði.

31%

Næstum þriðjungur þeirra sem kaupa máltíðardrykki um allan heim velja Formula 1 frá Herbalife.*

Samfélagið okkar ·· Við eigum í næringarsamstarfi á alþjóðavísu við hinn heimsþekkta knattspyrnumann, Cristiano Ronaldo, og þar að auki 190 framúrskarandi íþróttamenn, íþróttalið og íþróttaviðburði víðs vegar í heiminum. ·· Við styðjum Fjölskyldustofnun Herbalife, Herbalife Family Foundation (HFF), og Casa Herbalife verkefnin á hennar vegum til að hjálpa til við að útvega börnum góða næringu. Við höfum fulla trú á framtíð Herbalife, en ef þú kemst einhvern tíma að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki rétta tækifærið fyrir þig heimilar gullstaðalábyrgð Herbalife þér að skila vörum gegn fullri endurgreiðslu, svo fremi sem þær hafa verið keyptar frá Herbalife á síðustu 12 mánuðum og eru í óopnuðum umbúðum og endurseljanlegu ástandi. Þótt fyrirtækið vaxi stöðugt hefur hugarfarið hjá Herbalife ekkert breyst síðan 1980. Þar ræður liðsandinn ríkjum og sömu tækifæri standa öllum opin. Síðast en ekki síst erum við rétt komin í startholurnar!

Michael O. Johnson Formaður stjórnar og forstjóri Herbalife

* Euromonitor International Limited. Samkvæmt skilgreiningum í flokknum af máltíðarvörum: 31,2% markaðshlutdeild á alþjóðamarkaði, að teknu tilliti til allra smásöluleiða. Pökkuð matvara 15. útgáfa; virði smásölu á smásöluverði.

03

1

ÁRIN AÐ BAKI HJÁ HERBALIFE

Allar götur síðan 1980 hefur Herbalife breytt lífi fólks

SMÁSALA Á LEIÐBEINANDI VERÐI

MILLJÓNIR USD MILLJARÐAR USD

10

7

2007

HERBALIFE GERIST STYRKTARAÐILI LOS ANGELES GALAXY KNATTSPYRNULIÐSINS.

4

1980

MARK HUGHES (1956 ‑ 2000), STOFNANDI OG FYRSTI MEÐLIMUR HERBALIFE, HLEYPIR FYRIRTÆKINU AF STOKKUNUM.

2003

MICHAEL O. JOHNSON GENGUR TIL LIÐS VIÐ HERBALIFE SEM FORSTJÓRI.

1

1994

MARK HUGHES STOFNAR FJÖLSKYLDUSTOFNUN HERBALIFE.

100

1

1980

1984

1989

1990 1992 1993 1994

1995

1996

1998 1999 2000

04

1

ÁRIN AÐ BAKI HJÁ HERBALIFE

2013

HERBALIFE HEFUR SAMSTARF VIÐ CRISTIANO RONALDO.

2011

HERBALIFE24 ® ÍÞRÓTTANÆRINGIN KEMUR Á SJÓNARSVIÐIÐ.

2012-2014

HERBALIFE OPNAR HÁÞRÓAÐAR NÝSKÖPUNAR- OG FRAMLEIÐSLUMIÐSTÖÐVAR Í CHANGSHA Í KÍNA OG WINSTON-SALEM Í BANDARÍKJUNUM.

2009

FYRSTA FORMULA 1 MÁLTÍÐARSTÖNGIN Í HEIMINUM ER KYNNT TIL SÖGUNNAR Á EMEA-SVÆÐINU.

2014

2004

HERBALIFE SKIN ® LÍTUR DAGSINS LJÓS.

HERBALIFE FER Á MARKAÐ Í KAUPHÖLLINNI Í NEW YORK (NYSE) UNDIR MERKINU „HLF“.

2010

FORMULA 1 ÁN SOJA, LAKTÓSA OG GLÚTENS KEMUR Á MARKAÐ OG FARIÐ ER AÐ BJÓÐA UPP Á VINSÆLAR ÁRSTÍÐABUNDNAR BRAGÐTEGUNDIR AF FORMULA 1 MÁLTÍÐARDRYKKJUM.

TÍMALÍNAN HJÁ HERBALIFE

2001

2002

2003

2007

2008

2010

2011 2012 2013

2014

05

1

TÆKIFÆRIÐ ER ÞITT

Tækifærið sem býðst meðlimum í Herbalife Þú hefur notað vörurnar og heillast af þeim. Árangurinn er úrvalsgóður – þér líður afar vel og þú lítur frábærlega út. Þú hefur gerbreytt lífsstílnum með meiri hreyfingu og tilheyrir einstökum hópi af fólki með svipað hugarfar. Eftir að þú hefur upplifað breytinguna sem fylgir heilnæmum og virkum lífsstíl að hætti Herbalife er engin furða að þú áttir þig á möguleikanum á því að hjálpa öðrum að áorka því sama. Hversu margir hafa verið áhugasamir um að vita hvernig þú hefur komist í þitt allra besta form? Hversu margir hafa spurt þig um Herbalife? Þetta fólk er í raun óvirkjaðir viðskiptavinir hjá þér því það er nú þegar opið og áhugasamt um þig og það sem þú hefur fram að færa.

Staldraðu við í smástund og hugleiddu hvernig þú komst í núverandi spor:

breytist í þínu fari. Vinir þínir og vandamenn verða sjálfkrafa forvitnir um breytingarnar sem þú hefur upplifað og vilja fá að vita meira. Herbalife er alþjóðlegt fyrirtæki sem kappkostar að hjálpa fólki að breyta lífi sínu og temja sér heilnæman og virkan lífsstíl. Við bjóðum ekki upp á neinn tískukúr. Þvert á móti snýst Herbalife um val á nýjum lífsstíl. Með því að einsetja þér að þiggja hjálp Herbalife ert þú að einsetja þér að ráðast í breytingar – bæði á þínu eigin lífi og á lífi annarra með því að kunngera kosti þess að ástunda heilnæman og virkan lífsstíl. Þú þarft ekki að búa yfir neinni reynslu af sölumennsku. Við sjáum þér fyrir þjálfun og hjálpargögnum og þar að auki stuðningi frá sponsornum þínum og öðrum meðlimum í Herbalife. Sögur alls þessa fólks munu hvetja þig til dáða og þér verða kenndar réttu aðferðirnar.

Hvernig var lífsstíl þínum og lífsvenjum háttað áður en þú kynntist Herbalife? Hver kom þér í kynni við vöruúrvalið? Hvaða árangri náðir þú af vörunum? Hverjir hafa orðið á vegi þínum í þessari vegferð? Hvaða stuðning hefur meðlimur í Herbalife veitt þér hingað til? Með því einu að svara þessum spurningum, og deila svo árangurssögu þinni og reynslu þinni af Herbalife með öðrum, skapar þú áhuga. Þetta er svo sáraeinfalt! Ekkert hefur jafnmikinn sannfæringarmátt og saga af eigin reynslu. Einmitt þessi aðferð er auðveldasta leiðin til að hefja viðskipti með vörur frá Herbalife. Velgengni hjá þeim sem grípa viðskiptatækifæri Herbalife veltur á því að hjálpa viðskiptavinum að ná árangri. Ferlið byrjar á þér og því sem

Ef þú hugleiðir vegferð þína með Herbalife hingað til getur þú sett saman sögu sem hjálpar þér að laða að þér fleiri viðskiptavini. Allt snýst þetta um að deila reynslu þinni af Herbalife með öðrum.

06

1

TÆKIFÆRIÐ ER ÞITT

Lykillinn að velgengni þinni hjá Herbalife er sá virðisauki sem þú, sem sjálfstæður meðlimur í Herbalife, færir fólki. Sem meðlimur í Herbalife getur þú boðið viðskiptavinum þínum annað og meira en leið til að kaupa vörur – þú getur boðið upp á þann virðisauka sem felst í persónulegum tengslum, fræðslu, sérsniðnum lausnum og stuðningi til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Vertu reglulega í sambandi við sérhvern viðskiptavin og gættu þess að kynnast þeim öllum vel. Þú þarft að átta þig á markmiðum þeirra, hvað þeim finnst skemmtilegt, hvað þeim finnst erfitt o.s.frv. Engar hágæðaráðleggingar fylgja næringarvörum í hillum stórverslana. Einmitt þar liggur þitt tækifæri til að stíga inn og bjóða upp á sérsniðna þjónustu og stuðning dag frá degi með hjálp alls kyns hjálpargagna sem Herbalife hefur gefið út. Með því að vera í reglulegum tengslum við viðskiptavinina getur þú fylgst með framvindunni hjá þeim og sérsniðið vöruval og lífsstílsleiðbeiningar ef þörf krefur. Annar lykill að velgengni, og eitt af því besta við að vera viðskiptavinur og meðlimur hjá Herbalife, er félagslega hliðin. Starfsemi og viðburðir að hætti Herbalife skapa ekki aðeins kjörið umhverfi til að blanda geði við fólk með líkt hugarfar. Þar gefst jafnframt tækifæri til að koma saman og veita viðurkenningar fyrir árangur viðskiptavina. Rannsóknir sýna að hópastarf eykur líkurnar á því að fólk nái markmiðum sínum í þyngdarstjórnun.* Persónulegur stuðningur er ávallt vel þeginn og með hjálp Herbalife getur þú hjálpað öðrum að halda sig við heilnæman og virkan lífsstíl og ná settum markmiðum. Velgengni þín veltur á því hversu stóran sess þú vilt að viðskiptin skipi í lífi þínu. Þú þarft að ákveða hvert þú stefnir með viðskiptatækifæri Herbalife. Síðan þarft þú að sérsníða það miðað við sett markmið og koma því heim og saman við lífsstíl þinn að öðru leyti. Ákveddu í hve miklum mæli þú vilt helga þig þessu tækifæri og þá átt þú eftir að sjá framfarir. Spyrðu þig eftirfarandi spurninga: • Vilt þú einfaldlega njóta þess sem • Vilt þú ekki aðeins hugsa vel um þig heldur einnig aðstoða vini þína og vandamenn við að taka upp heilnæman og virkan lífsstíl? • Vilt þú hjálpa eins mörgum og þú mögulega getur að grípa viðskiptatækifæri Herbalife, annaðhvort í hlutastarfi eða jafnvel í fullu starfi? vörurnar hafa upp á að bjóða og halda áfram að lifa heilnæmu og virku lífi? Þessi bók er leiðarvísir til að hjálpa þér að öðlast sem allra besta reynslu af Herbalife. Með tímanum geta þarfir þínar eða markmið breyst. Þú skalt því ekki gleyma því að skoða huga þinn reglulega og ræða við sponsorinn þinn og aðra meðlimi – þeir hafa staðið í sömu sporum og þú og eru úrvalsgóður þekkingarbrunnur. Hefjumst nú handa.

Mundu eftirfarandi: Því meira sem þú leggur inn, þeim mun meira getur þú tekið út.

* Huff, C (2004). Sameinað átak gegn aukakílóunum. Samtök bandarískra sálfræðinga (American Psychological Association), 35(1), 56.

07

1

HUGMYNDAFRÆÐI OKKAR Í NÆRINGARMÁLUM

Vel samsett fæða grundvallast á því að neyta heilnæmrar blöndu af próteini, kolvetnum, hollri fitu og öðrum næringarefnum. Mörg þessara næringarefna eru einmitt meðal innihaldsefnanna í vöruúrvali Herbalife sem á sér trausta stoð í vísindum. Heilnæmur og virkur lífsstíll felur í sér reglulega hreyfingu, hvíld, nægan vökva, sérvalin fæðubótarefni og þar að auki stuðning bæði maður á mann og frá samfélagi fólks. Herbalife snýst ekki um að hætta að borða ákveðinn fæðuflokk eða gerbreyta hitaeininganeyslunni yfir nótt. Góð næring snýst um að finna rétta jafnvægið. Lífsstílsleiðbeinandi Herbalife hjálpar þér að skilja undirstöðuatriði góðs mataræðis og hvernig vísindalegt vöruúrval Herbalife getur gefið kost á auðveldri og árangursríkri leið til að hjálpa þér að uppfylla daglegar þarfir. Við trúum á mátt þess að styðja hvert annað í sókninni eftir að ná settum markmiðum. Sem lífsstílsleiðbeinendur eru meðlimir í Herbalife ávallt reiðubúnir að leiðbeina viðskiptavinum sínum og styðja þá við hvert fótmál. Meðlimir í Herbalife velja sérsniðinn vörupakka sem hentar viðskiptavinunum miðað við þau markmið sem þeir hafa sett sér. Þeir fylgjast síðan með árangrinum og samfagna öllum sigrum, hvort sem þeir eru stórir eða smáir!

Hugmyndafræði Herbalife í næringarmálum

Hugmyndafræði Herbalife í næringarmálum byggist á því að borða vel samsetta fæðu, ástunda heilnæman og virkan lífsstíl og nota sérvaldar vörur frá lífsstílsleiðbeinanda sem er sjálfstæður meðlimur í Herbalife. Þessi hugmyndafræði hjálpar til við að breyta næringarvenjum í heiminum, einstakling eftir einstakling.

VEL SAMSETT NÆRING

HEILNÆMUR OG VIRKUR LÍFSSTÍLL

SÉRVALINN VÖRUPAKKI

HREYFING

ÓMEGA‑3

Allt að 30 % FITA úr fæðu og fæðubótarefnum

VEL SAMSETT NÆRING FRÁ HERBALIFE

40 % KOLVETNI úr fæðu og fæðubótarefnum

MINNI METTUÐ FITA

TREFJAR 25 g

Allt að 30 % PRÓTEIN úr fæðu og fæðubótarefnum

VÖKVI

HVÍLD

08

1

VIRÐISAUKINN SEM FELST Í MEÐLIMUM

Einstakt virði meðlima í Herbalife

Einn fyrsti virðisaukinn sem meðlimir geta boðið viðskiptavinum er að gæta þess að endurspegla gæði varanna og komast í sitt allra besta form – eða Level 10 eins og Herbalife kallar það. Þú skalt því nota vörurnar daglega. Þegar þú nærð árangri af vörunum, og fólk sér hvernig líkami þinn hefur breyst, getur þú tjáð þig út frá eigin reynslu – deilt með viðmælendum þínum þeirri þekkingu sem þú hefur viðað að þér á þinni vegferð. Þegar þú talar út frá raunverulegri reynslu og viðskiptavinurinn getur séð árangurinn með eigin augum hefur þú markað þér mjög sterka stöðu. Að skapa persónuleg tengsl við viðskiptavininn og selja honum milliliðalaust er virðisauki sem þú, sem meðlimur í Herbalife, hefur í boði. Einmitt þetta getur skapað þér forskot í samanburði við aðra valkosti. Viðskiptavinur sem gengur inn í stórmarkað og velur sér einfaldlega vörur úr hillunum sjálfur nær ekki endilega besta mögulega árangri. Ópersónuleg kaup úr búðarhillum geta valdið því að neytendur fari varhluta af raunverulegu innsæi og þekkingu á því hvernig vörurnar virka. Slík innkaupaaðferð felur ekki heldur í sér þann viðvarandi stuðning, hvatningu og leiðsögn sem kostur gefst á í beinni dreifingu. Með því að leggja áherslu á virðisauka fyrir viðskiptavininn, stuðning við hann og fyrsta flokks þjónustu getur þú, sem meðlimur í Herbalife, stuðlað að ánægju, tryggð og áhuga viðskiptavina í garð Herbalife. Nokkrir lykilþættir eru fólgnir í því að hjálpa viðskiptavinum að komast í sitt besta form – þ.e. sitt Level 10. Eigðu gott samstarf við viðskiptavinina til að aðstoða þá við að temja sér heilnæman og virkan lífsstíl með hollri fæðu , réttri hreyfingu og réttum vörum til að uppfylla þarfir sínar. Sem persónulegur lífsstílsleiðbeinandi fyrir viðskiptavinina er hlutverk þitt einnig að hvetja þá til dáða, aðlaga vöruvalið að þörfum þeirra hverju sinni og halda þeim á réttri braut til að komast í betra form en nokkru sinni fyrr á lífsleiðinni. Gleymdu svo ekki að lykilþáttur í þessu öllu er að kynna þá inn í viðeigandi hóp til að taka þátt í samfélagsstarfi . Vissulega þarf viðskiptavinurinn einnig að einsetja sér að leggja hart að sér og varðveita rétt hugarfar. Sé öllum þessum leiðbeiningum fylgt er mun líklegra að viðskiptavinir uppskeri þær jákvæðu breytingar sem þeir sækjast eftir og nái markmiði sínu.

HUGARFAR

MARKMIÐI NÁÐ OG ÁRANGUR VARÐVEITTUR

Heilnæm fæða

Rétt hreyfing

Réttar vörur

Lífsstíls­ leiðbeinandi

Samfélag

SÉRSNIÐINN STUÐNINGUR MEÐLIMS

09

1

VIRÐISAUKINN SEM FELST Í MEÐLIMUM

Kostirnir sem fylgja beinni dreifingu

Bein dreifing hefur markað sér traustan sess og er bæði gjöful og ábatasöm aðferð til að byggja upp sjálfstæð viðskipti. Bein dreifing er vinsæl söluaðferð. Í Evrópu stunda 9 milljónir manna beina dreifingu og 4 milljónir þeirra sjá sér algerlega farborða með henni. Samtök fyrirtækja í beinni dreifingu (DSA) hafa sett regluverk til að tryggja að viðskiptasiðferði og þjónusta við viðskiptavini séu í hæsta gæðaflokki. Herbalife er stolt af að vera lykilaðili að mörgum samtökum fyrirtækja í beinni dreifingu víðs vegar í heiminum. Í stað þess að selja vörur sínar í verslunum felur Herbalife meðlimum sínum alfarið að dreifa þeim beint til viðskiptavina. Þannig sleppum við milliliðum.

HEILDSALI

SMÁSALI

HEFÐBUNDIN DREIFINGARKEÐJA

ENDANLEGUR NEYTANDI

FRAMLEIÐANDI

BEIN DREIFINGARKEÐJA

SJÁLFSTÆÐUR MEÐLIMUR Í HERBALIFE

Herbalife er staðráðið í að gegna forystuhlutverki á sínu sviði. Herbalife tengist og gegnir virku hlutverki í margvíslegum viðskiptasamtökum á sviði beinnar dreifingar, þ.m.t. heimssamtökunum (WFDSA), Evrópusamtökunum (SELDIA) og yfir 50 landssamtökum. Herbalife er stofnaðili að Alþjóðabandalagi fæðubótarefna- og matvælasamtaka (IADSA) og gegnir þar stöðugu forystuhlutverki. Fyrirtækið er einnig aðili að innlendum fæðu- og fæðubótarefnasamtökum víðs vegar í ESB og heiminum öllum.

10

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

Leiðir til að finna fleira fólk og hjálpa því að ná frábærum árangri

Í þessum kafla lærir þú nokkur grundvallarhugtök í viðskiptum til að hjálpa þér að finna fleira fólk og hjálpa því að ná frábærum árangri. Þetta er mikilvæg forsenda þess að vel geti gengið að byggja upp og varðveita blómstrandi og sjálfbæran hóp af viðskiptavinum.

Nýr viðskiptavinur

Tryggur viðskiptavinur

Meðlimur

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

Lífsferill viðskiptavinar

Með lífsferli viðskiptavinar er átt við dæmigerða vegferð einstaklings sem skiptir við Herbalife. Líklegt er að þú hafir þína eigin reynslu af því að vera viðskiptavinur. Gefðu þér dálitla stund til að hugleiða hvernig þér var komið í kynni við Herbalife og hvernig sú vegferð þróaðist á eðlilegan hátt, allt þar til þú komst í núverandi spor. Hér á eftir er venjulegri vegferð lýst: Dæmigert er að mögulegum viðskiptavini sé boðið að taka þátt í einhverri starfsemi hjá núverandi meðlim í Herbalife eða heimsækja starfsstöð hans. Líklegt er að þessum nýja gesti sé boðið upp á lífsstílsmat og mælingu á líkamssamsetningu. Í kjölfarið fengi gesturinn síðan að kynnast vörunum og með hjálp meðlims í Herbalife (lífsstílsleiðbeinanda) fengi hann að fræðast um hugmyndafræði Herbalife í næringarmálum og tileinka sér hana. Um leið og hann er orðinn viðskiptavinur líður ekki á löngu þar til árangurinn fer að líta dagsins ljós, svo fremi sem hann notar vörurnar frá Herbalife, fylgir lífsstílsleiðbeiningunum, nýtur gefandi tengsla við meðlim í Herbalife (lífsstílsleiðbeinanda), eykur þekkingu sína og verður hluti af samfélagi. Viðskiptavinur verður síðan fljótlega tryggur viðskiptavinur eftir að hann hefur náð frábærum árangri og verið baðaður í hrósi frá vinum sínum og fjölskyldu! Á þessu stigi er viðskiptavinurinn orðinn ákafur um að deila velgengni sinni með öðrum og líklegur til að vísa vinum sínum og vandamönnum á lífsstílsleiðbeinandann sinn. Hann gæti meira að segja verið farinn að velta fyrir sér að verða meðlimur í Herbalife sjálfur. Þeir sem deila reynslu sinni af Herbalife með öðrum eru í raun og veru byrjaðir að byggja sér upp vísi að viðskiptavinahópi. Þegar hér er komið sögu gætu tryggir viðskiptavinir ákveðið að skrá sig sem meðlimir í Herbalife og farið að vinna sér inn hlutatekjur. Það er svo þegar meðlimur kemst upp á Supervisoraþrepið í sölu- og markaðskerfi Herbalife sem líklegt er að hann hafi byggt upp heilsteyptan hóp af tryggum viðskiptavinum og meðlimum. Sjálfstæð viðskipti að hætti Herbalife snúast um að fylgja þessari nálgun gagnvart sínum eigin viðskiptavinum. Leiðin til að laða að sér viðskiptavini og skapa hjá þeim tryggð er að veita þeim fyrsta flokks þjónustu. Uppbygging blómstrandi viðskiptavinahóps hefur svo í för með sér aukna tekjumöguleika.

Nýr viðskiptavinur

Tryggur viðskiptavinur

Meðlimur

12

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

NOTA, BERA, TALA

STAÐREYND Að nota, bera og tala er

Meðlimir í Herbalife hafa stuðst við þá einföldu og sannprófuðu hugmyndafræði að NOTA, BERA OG TALA í yfir 35 ár og enn er þetta einhver besta leiðin til að laða að sér nýja viðskiptavini og glæða áhuga þeirra. Aðferðirnar sem eru notaðar til að stunda smásölu á vörum Herbalife ® vinna allar vel saman og byrjunarreiturinn í þeim öllum er að nota, bera og tala. Í raun er sáraeinfalt og auðvelt að koma sér af stað: Notaðu vörurnar daglega sem hluta af heilnæmum og virkum lífsstíl og notaðu þær þegar þú blandar geði við fólk í því samfélagi sem þú tilheyrir, t.d. í hreyfingarklúbbi (hreystiklúbbi) eða þegar þú ert á mannamótum með vinum þínum. Þegar þú notar vörurnar og lifir lífinu að hætti Herbalife tekur fólk eftir því. Þú getur treyst því að árangur skili sér þegar þú fylgir þeirri hugmyndafræði Herbalife að nota vörurnar og temja þér heilnæman og virkan lífsstíl, sem felst meðal annars í því að hreyfa sig og vera hluti af samfélagshópi. Berðu barmmerki Herbalife og gakktu í vörumerktum klæðnaði frá fyrirtækinu við öll tækifæri. Það hjálpar til við að gera vörumerkið og viðskipti þín sýnileg meðal almennings og fær fólk til að byrja að spyrja spurninga. Talaðu við alla sem verða á vegi þínum. Deildu með fólki þinni eigin sögu og segðu frá árangrinum sem þú hefur náð af því að ástunda heilnæman og virkan lífsstíl. Samfélagsmiðlar geta verið frábær vettvangur til að koma af stað samræðum.

hugmyndafræði í viðskiptum sem er arfleifð frá Mark Hughes (1956 ‑ 2000), sem var stofnandi og fyrsti meðlimur Herbalife. Hann byrjaði að styðjast við þessa hugmynd árið 1980

til að kynna Herbalife og viðskiptatækifærið með frábærum árangri.

Notaðu vörurnar daglega sem hluta af heilnæmum og virkum lífsstíl.

Talaðu við alla sem þú hittir og segðu sögu þína.

Berðu vörumerkið við öll tækifæri.

NOTA

BERA

TALA

VILTU LÉTTAST NÚNA? ÞÁ HEF ÉG LAUSNINA.

13

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

NOTA Í hugmyndafræðinni um að nota, bera og tala snýst hugtakið „að nota“ um miklu fleira en bara að nota vörurnar. Hér er átt við að fylgja hugmyndafræði Herbalife um heilnæman og virkan lífsstíl í heild sinni. Ætlast er til að þú notir vörurnar, hreyfir þig reglulega og sért hluti af samfélagi fólks sem er með líkt hugarfar og reiðubúið til stuðnings. Með því að nota vörurnar eru allar líkur á að þú náir árangri og komist í þitt besta form – þ.e. Level 10 að hætti Herbalife. Þegar þú hefur notað vörurnar og náð frábærum árangri vekur það athygli fólks. Eftir það mun þér ganga betur að hjálpa öðrum að ná sínu Level 10 markmiði. • Fólk verður undrandi á breytingunum sem sjást á þínum líkama og spennt fyrir að heyra hvernig þér hafi tekist þetta. • Þú byrjar að líta vel út og líðan þín batnar. Við það öðlast þú traust á vörunum og nýja lífsstílnum og þá verður auðveldara að ráðleggja öðrum að fylgja hugmyndafræðinni um heilnæman og virkan lífsstíl. • Þú byrjar að „endurspegla gæði varanna“. Fólk tekur eftir breytingunni á þér og spyr hvernig þú fórst að þessu. • Þú getur nú talað af þekkingu og öryggi um vörurnar og getur svarað öllum spurningum og brugðist við hvers kyns áhyggjuefnum.

10 skref til að komast í sitt besta form – Level 10:

Þekking í næringar­ málum

Vitundar­ vakning um hreyfingu

Heilsubætandi fæða

Hvíld og endurheimt krafta

Mátturinn í próteini

Fæðubótar­ efni

Kostum gædd fita

Jákvætt hugarfar

ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA FRÁBÆR TIL AÐ BYRJA, EN ÞÚ ÞARFT AÐ BYRJA TIL AÐ VERÐA FRÁBÆR

Vökvi fyrir heilsuna

Fyrirmynd annarra

Til að fá frekari upplýsingar um hvert skref bendum við á bækling sem ber heitið „Rásmarkið er hér“ og hægt er að panta á MyHerbalife.com – vörunúmer (SKU) N169.

14

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

Að semja sannfærandi sögu um vörurnar skiptir höfuðmáli. Slík saga verður eitt áhrifaríkasta hjálpargagnið þitt í sölumennsku – og því er grundvallaratriði að byggja hana rétt upp! Gefðu sögunni þinni aukinn slagkraft með því að taka ljósmyndir. Þær eru skýr vitnisburður um árangurinn sem þú hefur náð af vörunum og gera fólki kleift að sjá með eigin augum hvernig heilnæmur og virkur lífsstíll og vöruúrval Herbalife ® hafa breytt lífi þínu. Það er samt ekki allt og sumt því þær eru einnig frábær auglýsing fyrir viðskiptin.

STAÐREYND Árangur er ekki

einskorðaður við þyngdartap. Þú getur notað myndir til að sýna aukna hreysti, breytta líkamssamsetningu eða betri líðan almennt.

Leiðin til að semja árangurssögu um vörurnar: 1. Útskýrðu hvernig þú lifðir lífinu áður. Hvernig var t.d. mataræði þínu og hreyfingarvenjum háttað áður en þú uppgötvaðir Herbalife? 2. Fjallaðu um hvernig þér líður núna og hvernig líf þitt hefur batnað. 3. Nefndu ávallt betrumbæturnar sem þú hefur gert á mataræðinu og hreyfingarvenjunum til viðbótar við vörurnar sem þú notar.

„Ég hef aukið vöðvamassann og mér hefur aldrei liðið betur!“

Gagnlegar ábendingar:

Áður…

Núna…

Hafðu söguna þína stutta og gagnorða.

• Ég varð svöng stuttu eftir máltíðir og mig sárlangaði í sætindi. • Ég fór í frí og fékk mér alltof mikið góðgæti. • Ég var veik fyrir jarðhnetusmjöri og súkkulaði.

• Ég fæ mér stærri skammt af próteini í hverri máltíð.

Leyfðu viðtakendum að skynja tilfinningar þínar.

• Ég hef minnkað líkamsfituna. • Ég hef aukið vöðvamassann.

Nefndu m.a. breytingar á líkamssamsetningu, t.d. fituprósentu eða vöðvamassa. Slíkar staðreyndir eru frábærar til að sýna fram á jákvæðan árangur. Hafðu á takteinum árangurssögu um sérhvern vöruflokk. Það hjálpar þér svo um munar að selja fjölbreytt úrval af vörum með sjálfsöryggi og án mikillar fyrirhafnar!

Svona náði ég þessum árangri: • Ég stundaði lyftingar 5 daga vikunnar. • Ég mætti í hreystiklúbb þrisvar í viku með hópi fólks

• Ég fékk mér úrvalsgóðan fisk eða kalkún á kvöldin og síðan Formula 1 næringardrykk með Formula 3 próteindufti tvisvar á dag til að auka próteinneysluna.

sem stappar í mig stálinu og hvetur mig áfram. • Ég fékk mér Rebuild Strength og Hydrate úr Herbalife24-úrvalinu eftir áreynslu. • Ég skipti út súkkulaðinu og jarðhnetusmjörinu og borða próteinstöng frá Herbalife í staðinn. • Ég drakk að lágmarki tvo lítra af vatni á dag og blandaði Herbal Aloe út í það.

Persónuyfirlit Nafn:

Hannah Edmonson

Land:

Bretland

Ný fatastærð:

8

Þessi árangur er ekki endilega dæmigerður. Árangur hvers og eins er mismunandi. Vörupakkar frá Herbalife ® geta einungis hjálpað fólki að grennast eða hafa stjórn á þyngdinni sem hluti af hitaeiningaskertu fæði.

15

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

BERA

Berðu vörumerkið og vertu því til sóma hvert sem þú ferð.

Með því að ganga í vörumerktum klæðnaði, bera barmmerkið og nota ýmiss konar fylgihluti frá Herbalife vekur þú ímynd vörumerkisins umsvifalaust til lífsins. Að bera merki Herbalife er auðveldasta leiðin til að kynna og efla þín eigin viðskipti í nærsamfélaginu.

Aðgerðaábending: Pantaðu barmmerki og Herbalife-merktan fatnað og fylgihluti strax í dag á MyHerbalife.com og byrjaðu að bera vörumerkið.

VILTU LÉTTAST NÚNA? ÞÁ HEF ÉG LAUSNINA.

LÍFSSTÍLS- LEIÐBEINANDI Biddu um ÓKEYPIS lífsstílsmat

STAÐREYND Barmmerki eru frábær leið til að fanga athygli fólks á örskotsstundu nánast án fyrirhafnar. Fólk tekur eftir barmmerkjum. Þú getur hjálpað til með því að beina athygli fólks að barmmerkinu með einhverjum ráðum og reyna svo að ná augnsambandi við það. Eftir það verður auðvelt að hefja samræður.

16

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

Þú munt komast að því að auðvelt er skapa áhuga með merki Herbalife.

Barmmerki og vörumerktur klæðnaður og fylgihlutir frá Herbalife vekja gjarnan athygli. Þetta er auðveld leið til að glæða forvitni fólks og virkar sem eðlileg kveikja að samræðum. Ef þú tekur eftir að einhver er að horfa á barmmerkið þitt skaltu líta á það sem vísbendingu um forvitni eða áhuga og vinda þér að viðkomandi. Ekki bíða eftir að fólk hefji samræður eða spyrji þig spurningar. Eftir því hvaða barmmerki þú berð, og eftir því hver hefur tekið eftir því, ættir þú að hafa til reiðu þrjú eða fjögur mismunandi svör. Hér koma nokkur dæmi…

„Hvað ert þú að drekka úr þessum hristara? Ég er alltaf að sjá þig með hann.“

„Ég gæti hreinlega ekki verið án þessarar vöru – hún hjálpaði mér að (segðu frá þínum árangri) og ég fæ mér hana daglega. Mættu í klúbbinn minn og þá segi ég þér betur frá þessu.“

„Um hvað snýst Herbalife? Ég hef séð það úti um allt!“

„Herbalife snýst um að hjálpa fólki að komast í sitt allra besta form! Þetta er stórkostlegt fyrirtæki! Komdu við í klúbbnum mínum – ég er með kynningarfund í þessari viku.“

LÍFSSTÍLS- LEIÐBEINANDI Biddu um ÓKEYPIS lífsstílsmat

Ef þú sérð að einhver er að horfa á barmmerkið þitt:

„Við hjálpum fólki að temja sér heilnæmari lífsstíl og koma sér í betra form. Langar þig að komast í ókeypis lífsstílsmat og láta mæla líkamssamsetninguna hjá þér?“

Ég

Ef þú sérð að einhver er að horfa á barmmerkið þitt:

„Herbalife hefur gerbreytt lífi mínu – það hjálpaði mér að (talaðu um helsta árangurinn eða breytinguna sem þú upplifðir). Langar þig að heyra um þriggja eða sex daga prufupakkann?“

„Hvernig getur þú hjálpað mér að léttast?“

VILTU LÉTTAST NÚNA? ÞÁ HEF ÉG LAUSNINA.

„Við seljum þann máltíðardrykk sem er í fyrsta sæti í heiminum* og hefur hjálpað hundruðum manna að tryggja sér góða næringu og komast í það form sem þeir sækjast eftir. Langar þig að heyra meira um þennan drykk?“

„Herbalife býður líka upp á húðsnyrtivörur, er það ekki?“

„Jú – Herbalife SKIN er framúrskarandi vöruúrval og þar á meðal eru vörur sem hafa reynst gefa árangur á aðeins 7 dögum í klínískum prófunum**. Reynslan sýnir að það virkar. Kíktu til mín á morgun og taktu einhvern kunningja með þér. Ég býð upp á ókeypis andlitssnyrtingu og þá sérð þú um hvað ég er að tala.“

* Heimild: Euromonitor International Limited. Samkvæmt skilgreiningum í flokknum af máltíðarvörum: 31,2% markaðshlutdeild á alþjóðamarkaði, að teknu tilliti til allra smásöluleiða. Pökkuð matvara 15. útgáfa; virði smásölu á smásöluverði. ** Árangurinn gildir um Line Minimising Serum, Replenishing Night Cream, Daily Glow Moisturiser, SPF 30 Protective Moisturiser, Hydrating Eye Cream og Firming Eye Gel.

17

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

TALA

Ávallt þegar þú talar við fólk ert þú að tala við mögulega viðskiptavini og markmið þitt ætti að vera að bjóða viðmælendum þínum að taka þátt í einhvers konar starfsemi. Endanlega markmiðið með því að tala við fólk er að vekja áhuga þess svo það verði spennt að vita meira og sé líklegt til að taka boði þínu um að mæta í einhverja starfsemi á þínum vegum. Þegar fólk er mætt á staðinn getur þú útskýrt nánar það sem þú hefur í boði. Samkvæmt almennri þumalputtareglu hefur þú 15 sekúndur til að fanga athygli mögulegs viðskiptavinar. Óháð því hvort þú þekkir viðmælendur þína fyrir eða ekki er tvennt sem þú ættir að hafa í huga í samskiptum þínum við þá: að flokka þá í réttan hóp og bjóða þeim eitthvað viðeigandi. 1. Flokkun – Hér er átt við að rýna í viðmælendur þína, komast að áhugasviði þeirra og átta þig á hvaða hjálp þú getur boðið þeim. 2. Boð – Hér er átt við að bjóða viðmælendum þínum að taka þátt í einhvers konar starfsemi sem þú býður upp á, t.d. smökkunarteiti, hreyfingarklúbbi eða lífsstílsmati.

Byrjaðu á þeim sem þú þekkir – áhrifahringnum þínum.

HOLLRÁÐ Skráðu hjá þér símanúmer viðmælenda þinna svo þú getir sent þeim stutt sms- skilaboð á undan viðburðinum til áminningar.

Hver og einn einasti sem verður á vegi þínum er mögulegur viðskiptavinur og því er mikilvægt að tala við eins margt fólk og unnt er. Ef þú ert byrjandi í þessum viðskiptum er hins vegar auðveldast að tala við fólk sem þú þekkir fyrir, svo sem vini þína, vandamenn og starfsfélaga. Við köllum þetta fólk „áhrifahringinn“ þinn. Hvers vegna? Af því að þetta er fólk sem þekkir þig. Þú hefur nú þegar skapað þér tengsl við það og nýtur bæði trausts þess og getur haft áhrif á það. Hafðu stílinn á slíkum samræðum eins og þú værir að bjóða í einhvers konar teiti eða samkomu. Hafðu fas þitt afslappað! Það hlýtur að vera auðvelt að bjóða vini sínum að mæta í einhverja skemmtilega samverustund eins og hreyfingarklúbb eða smökkunarteiti. Hvernig er þá best að hefjast handa? Ein auðveldasta leiðin til að koma af stað samræðum er að hafa samband við tengiliði sína með símtölum, tölvupósti eða á Facebook. Þú getur náð tengslum við alla sem þú þekkir með einum músarsmelli. Auðveldara er að ná sambandi við annað fólk nú en nokkru sinni fyrr. Vel má vera að sumir neiti þér. Þegar þú talar við fólk kemst þú að því að sumir hafa einfaldlega engan áhuga. Ekki eyða lengri tíma en þú þarft í slíka viðmælendur. Verðu frekar meiri tíma í þinn helsta markhóp – þá sem eru opnir og áhugasamir. Þú munt komast að því að meirihluti fólks er í þeim hópi. Þegar fólk segir nei við þig skaltu muna að það er ekki að hafna þér persónulega. Sumir eru einfaldlega ekki tilbúnir ennþá til að taka upp heilnæman og virkan lífsstíl.

HOLLRÁÐ „Kíktu á Facebook-síðuna mína“ er einföld og auðveld leið til að bjóða fólki

að kynna sér viðskiptin þín

og það sem þú hefur fyrir stafni.

18

2

FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI

Algeng mistök sem þú gætir þurft að leiðrétta hjá viðskiptavinum

Reynslan hefur leitt í ljós nokkur algeng úrlausnarefni og vandamál sem vel gæti verið að þú þurfir að hjálpa viðskiptavinum þínum með. Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að vera á varðbergi fyrir: 1. Að borða ekki vel samsettar og próteinríkar máltíðir eftir áreynslu. Þegar fólk byrjar að reyna á líkamann er eðlilegt að matarlystin aukist. Ef byrjendur í hreyfingu gæta sín ekki, eða eru ekki vel skipulagðir, gætu þeir aukið neyslu á alls kyns skyndifæðu, sem er gjarnan auðug af einföldum kolvetnum og hitaeiningum. Hvettu viðskiptavini þína til að fá sér próteinríka máltíð eftir áreynslu og gæta þess að útbúa fyrirfram nóg af heilnæmu snarli til að hafa við höndina þegar svengdin sækir að. Mikilvægt er að heilnæmir valkostir með hóflegum hitaeiningafjölda séu innan seilingar þegar fólk vill fá sér eitthvað að borða. Ávextir, niðurskorið grænmeti eða próteinríkt snarl frá Herbalife eru kjörnir valkostir við slíkar aðstæður. 2. Að sleppa máltíðum eða borða ekki rétta fæðu. Ef máltíðum er sleppt er líkaminn sviptur lífsnauðsynlegum næringarefnum og efnaskipti geta sömuleiðis orðið hægari. Mataræðið getur orðið lakara í heild sinni og auk þess er hætt við að lífsstíllinn og vörunotkunin verði ekki í samræmi við leiðbeiningar.

Mikilvægt er að viðskiptavinir borði heilnæma og vel samsetta fæðu sem felur m.a. í sér grænmeti í mörgum litum, flókin kolvetni og fitusnautt prótein, á borð við kalkún, kjúkling, fisk eða tófú. Sé máltíðum sleppt geta afleiðingarnar orðið hungurverkir eða sár löngun í alls kyns góðgæti. Það sama getur orðið upp á teningnum ef máltíðardrykkir eru ekki blandaðir samkvæmt áletrunum, prótein er ekki boðað í nægilegu magni eða trefjaneysla er ófullnægjandi. Unnt er að tryggja sér meira af trefjum með því að fá sér ávexti sem snarl og/eða nota trefjavörur frá Herbalife. 3. Að borða reglulega of lítið af próteini. Lykilatriði í lífsstílsleiðbeiningum Herbalife er að neyta nægilegs magns af próteini. Margir eru raunar undrandi á því hversu mikið prótein þeir þurfa að borða! Gerðu þitt til að fræða viðskiptavini þína um kosti þess að borða prótein og gefðu þeim ráð um hæfilegan próteinskammt á dag. (Við mælum með að fólk borði 1‑2 g af próteini á hvert kg líkamsþyngdar*. Einnig er hægt að reikna út svokallaðan próteinstuðul með þar til gerðu farsímaappi eða þyngdarstuðulsreikninum sem er að finna á Herbalife.com). Neyta þarf próteins í sérhverri máltíð, en ekki aðeins einu sinni eða tvisvar á dag. Þeir sem fylgja fimm smámáltíða matseðlunum frá Herbalife mega treysta því að fá prótein í hverri máltíð. Sömuleiðis eru þessir matseðlar gagnleg leið til að hjálpa fólki að halda utan um hversu mikils próteins það neytir á dag.

HOLLRÁÐ Verðlaunaðu viðskiptavini með lítilli gjöf þegar þeir ná mikilvægu næringar- eða lífsstílsmarkmiði eftir að hafa notað vörurnar. Vinsemd þín verður þeim minnisstæð. Á MyHerbalife.com getur þú keypt alls kyns Herbalife-merktar

gjafir til að sýna hugulsemi þína.

4. Að borða of lítið af kolvetnum. Viðskiptavinir gætu reynt að takmarka kolvetnaneyslu sína til að hafa hemil á þyngd. Hins vegar eru kolvetni helsti orkugjafinn sem er notaður til að knýja líkamlega og andlega starfsemi. Auk þess gæti hægst á efnaskiptum ef kolvetnum er sleppt úr fæðunni. Frumskilyrði er að viðskiptavinir þínir neyti réttrar tegundar af kolvetnum. „Góð“ kolvetni eru þau sem eru minnst unnin – matvæli eins og heilir ávextir, grænmeti, matbaunir og heilkorn. Mikið unnin og hreinsuð kolvetni sem teljast „slæm“ eru m.a. í matvælum á borð við hvítan sykur, sætabrauð, pasta og brauð úr hvítu hveiti, morgunkorn úr unnu korni og kexkökur. Slík fæða hefur lítið annað að bjóða líkamanum en aukalegar hitaeiningar. 5. Að drekka of lítið af vökva. Nægileg vatnsdrykkja er lífsnauðsynleg fyrir heilsuna. Vatn temprar líkamshita, gerir okkur kleift að anda, skiptir sköpum fyrir meltingu og útskilnað úrgangsefna og hjálpar líkamanum við hreyfingu, svo örfá dæmi séu tekin! Ráðlagt er að drekka 8‑10 glös af vatni á dag, en við hreyfingu eða í heitu umhverfi þurfum við að drekka meira því þá svitnum við meira. Fáðu viðskiptavin þinn til að fylgjast með vökvaneyslu sinni á hverjum degi og þá ekki aðeins magninu heldur einnig tegundinni af vökva. Það er mikilvægt því sumir drykkir gætu valdið umframneyslu á hitaeiningum ef fólk gætir sín ekki. 6. Að stunda ekki fjölbreytta hreyfingu. Ef hreyfing er ekki nægilega vel skipulögð er ekki víst að hún örvi fitubrennslu eða uppbyggingu á vöðvamassa sem skyldi. Til dæmis gæti viðskiptavinur þinn haft gaman af hlaupum og farið sama 5 km hringinn þrisvar í viku, en sleppt því alveg að gera styrktar- eða mótstöðuæfingar. Þá venjast vöðvarnir því einungis að vera notaðir til að hlaupa, en auka hvorki styrk sinn né massa. Því meiri sem vöðvamassinn er þeim mun fleiri hitaeiningum brennir líkaminn, meira að segja í hvíld.

* Íþróttafólk og reglulegir iðkendur erfiðrar hreyfingar af öllu tagi þurfa meira prótein en fólk almennt.

19

3

Virðisauki og uppbygging tryggðar

Herbalife býður upp á margs konar viðskiptaaðferðir sem eru skemmtilegar, árangursríkar og sérstaklega hugsaðar til að hjálpa meðlimum að finna og varðveita viðskiptavini. Eitt aðalmarkmiðið með hvers kyns viðskiptaaðferðum eða aðgerðum er að skapa virðisauka og hjálpa viðskipavinum að ná árangri sem síðan skilar sér í tryggð.

Nýr viðskiptavinur

Tryggur viðskiptavinur

Meðlimur

3

UPPBYGGING VIÐSKIPTAVINAFLÆÐIS

Byggðu upp viðskiptavinaflæði í fjórum skrefum

Þegar hér er komið sögu höfum við farið í saumana á þeirri hugmyndafræði að nota, bera og tala og útskýrt hvernig sú aðferð getur hjálpað þér að finna viðskiptavini. Nú skulum við skoða ýmsar afleiddar viðskiptaaðferðir og aðgerðir sem eru notaðar til að selja vöruúrvalið frá Herbalife ® í smásölu til viðskiptavina. Í samræðum við fólk er markmiðið að flokka það og bjóða því að afla sér frekari upplýsinga með því að mæta í einhvers konar starfsemi hjá þér.

Dæmi: Ef þú ert með

1 Samræður, mat og flokkun

Þegar þú talar við mögulegan viðskiptavin skaltu leggja mat á hann og skipa honum í viðeigandi flokk. • Mundu að þú hefur u.þ.b. 15 sekúndur til að fanga athygli mögulegs viðskiptavinar. Ekki er hægt að ætlast til að allir hafi áhuga á því sama og því er mikilvægt að meta viðmælendur sína svo unnt sé að aðlaga samræðurnar því til samræmis. • Taktu eftir útliti viðmælenda þinna og finndu tilefni til að hrósa þeim í samtali ykkar á milli.

hreyfingarklúbb gætir þú byrjað samræður eitthvað á þennan veg: „Þú lítur út fyrir að hafa

gaman af hreyfingu og að þú sért frekar dugleg/ur við það?“

Bjóddu svo viðkomandi að mæta í hreyfingarklúbbinn þinn. „Viltu ekki láta sjá þig á þriðjudagskvöldið í skemmtilegan æfingatíma?“

2 Boð

Bjóddu fólki að mæta í hreyfingarklúbb, smökkunarteiti eða einhverja aðra starfsemi sem hentar þörfum þess. Gættu að eftirfarandi þegar þú býður gestum til þín í teiti eða klúbb: • Undirbúðu þig vel. Hafðu alveg á hreinu hvaða starfsemi þú hyggst bjóða þeim upp á. • Komdu fagmannlega fram. Hafðu til reiðu nafnspjald, boðskort eða dreifimiða til að afhenda með öllum nauðsynlegum upplýsingum. • Sýndu sjálfsöryggi og bjóddu fólki þjónustu þína á skýran og sannfærandi hátt. Óháð því hvaða starfsemi þú hefur boðið viðskiptavini að taka þátt í skaltu gæta þess að bæta við einhverjum virðisauka. • Eftir að skipulagðri starfsemi er lokið skaltu bjóða gesti þínum upp á kynningu á ákjósanlegum lífsstíl eða heilnæmum morgunverði. Slíkar kynningar fela í sér gagnlegar upplýsingar sem allir þurfa að kunna skil á, óháð persónulegum markmiðum hvers og eins. Þær eru einnig frábær leið til að veita virðisaukandi þjónustu. • Framkvæmdu síðan lífsstílsmat og líkamsgreiningu í heild sinni. Um leið og þú skráir sérhverja mælingu skaltu útskýra að hvaða leyti hún er mikilvæg vísbending um

Hreyfingarklúbbur. Smökkunarteiti. Snyrtivöruteiti. Næringarklúbbur. Starfsstöð. Þyngdaráskorun.

Í kjölfar hreyfingarklúbbsins skaltu bjóða upp á virðisauka með því kynna ákjósanlegan lífsstíl eða heilnæman

3 Kynning og virðisauki Bjóddu upp á kynningu á ákjósanlegum lífsstíl eða heilnæmum morgunverði.

morgunverð og framkvæma svo lífsstílsmat og líkamsgreiningu.

heilsufar og hvernig hægt er að nota hana til að fylgjast með framförum. • Bjóddu svo endilega upp á áframhaldandi fræðslufundi og leiðbeiningar.

Eftir að hafa veitt virðisaukandi þjónustu með kynningu , lífsstílsmati og líkamsgreiningu skaltu velja réttan matseðil fyrir viðskiptavininn í samræmi við markmið hans. Þetta getur leitt til sölu , en mundu samt að málið snýst ekki eingöngu um að selja vörur. Virðisaukinn verður að skila sér og þú verður að veita úrvalsgóða þjónustu áður en tímabært er að kynna einmitt réttu vörurnar handa hverjum og einum. 4 Stuðningur við viðskiptavini og tryggð Leggðu megináherslu á viðskiptavinina, markmið þeirra og leiðir til að styðja þá. Fyrr en varir uppgötvar þú hversu vel það borgar sig að fjárfesta tíma þinn í viðskiptavinunum. Þegar viðskiptavinir ná árangri er bara eðlilegt framhald að þeir vilji halda áfram samvinnunni

Fylgdu fólki eftir til að athuga hvernig því gengur. Ef það hefur keypt vörur þarftu jafnframt að komast að því hvernig því líkar þær.

við þig og taka með sér vini sína og vandamenn – þ.e. fólk úr sínum „áhrifahring“. Öll starfsemi sem þú býður upp á hefur tvöfaldan tilgang. Henni er ætlað að styðja viðskiptavinina og hjálpa þeim að ná árangri og sömuleiðis að byggja upp samfélag af fólki með líkt hugarfar sem styður hvert annað.

Biddu auk þess ávallt um vísanir á fleira fólk. Það kemur af sjálfu sér að viðskiptavinir sem eru ánægðir með vörurnar og þjónustu þína mæla með vörunum og Herbalife við aðra. Þá getur þú leitað fanga í þeirra tengslaneti af vinum og fjölskyldu (að því tilskildu að þú hafir fengið til þess samþykki þeirra fyrirfram). Talaðu við þetta nýja fólk og þá hefst annar hringur… 21

3

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

Viðskiptaaðferðir Herbalife felast í skemmtilegri og árangursríkri starfsemi sem er sérstaklega hugsuð til að hjálpa meðlimum að finna og varðveita viðskiptavini.

Með því að bjóða mögulegum viðskiptavinum að taka þátt í einhvers konar starfsemi kemur þú þeim í samskipti við annað fólk með svipað hugarfar. Þannig skapar þú þeim eðlilegt stuðningsnet og sýnir þeim hvers kyns virðisauka þú getur boðið þeim upp á til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Á eftirfarandi síðum getur þú lesið um nokkrar margprófaðar kynningar- og viðskiptaaðferðir sem hafa reynst mörgum meðlimum í Herbalife gagnlegar. Hér er bæði um að ræða mjög einfalda starfsemi og svo aðeins flóknari starfsemi fyrir lengra komna. Þú þarft alls ekki að hagnýta þér alla möguleikana. Veldu einfaldlega það sem hentar þér og þínum markmiðum í viðskiptunum.

Þriggja daga prufupakki Hvað er hér um að ræða?

Einföld starfsemi

Þriggja daga prufupakki er einhver auðveldasta og hagkvæmasta leiðin til að gefa fólki færi á að kynnast vörunum frá Herbalife. Þessi pakki hefur að geyma vörur sem nægja í þrjá daga til þyngdarstjórnunar (eða í sex daga ef þær eru notaðar sem heilnæmur morgunverður). Viðskiptavinum gefst þannig færi á að prófa vörurnar án þess að verja til þess alltof hárri upphæð strax í byrjun. Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? Best er að nota prufupakkana til að opna gáttina að nýju fólki. Endanlega markmiðið er svo að hjálpa mögulegum viðskiptavinum að uppgötva allt vöruúrvalið frá Herbalife og kaupa pakka af vörum til lengri tíma. Þessar litlu pakkningar eru einmitt mátulegar til að leyfa nýjum viðskiptavinum að kynnast vörunum, bragða á þeim og kanna hvernig þeim líður í kjölfarið. Þetta þýðir að þeir geta lagt mat sitt á vörurnar án þess að finnast þeir hafa varið til þess alltof miklum peningum, ef svo færi að þeir vilji ekki halda áfram að nota þær. Sem eftirfylgni skaltu svo bjóða þessum nýju viðskiptavinum að mæta í kynningu á heilnæmum morgunverði eða ákjósanlegum lífsstíl og framkvæma svo lífsstílsmat með ítarlegri mælingu á líkamssamsetningu. Prufupakkar geta verið gagnlegir til að kljást við tvö algeng áhyggjuefni hjá nýjum viðskiptavinum og meðlimum: 1. Kostnaður: Prufupakkinn er ódýr og gerir því nýjum viðskiptavinum kleift að prófa vörur frá Herbalife á viðráðanlegu verði. 2. Sjálfstraust: Auðveldara getur verið að selja prufupakkann vegna hagstæðs verðs og því getur hann hjálpað meðlimum að byggja upp sjálfstraust sitt við smásölu.

➡➡ Smökkunarteiti eru frábært tækifæri til að tala um góða næringu og hreyfingarvenjur og leiða fólki fyrir sjónir það virði og þann ávinning sem felst í heilnæmum og virkum lífsstíl. ➡➡ Biddu núverandi viðskiptavini að bjóða nokkrum vinum sínum í heimboð til sín. Síðan skalt þú bjóðast til að mæta á svæðið og hjálpa þeim að halda smökkunarteiti með ókeypis prufum þar sem viðstaddir fá tækifæri til að spjalla um góða næringu í skemmtilegu og afslöppuðu andrúmslofti.

Boð

Kynning og virðisauki

Samræður, mat og flokkun

Stuðningur við viðskipta­ vini og tryggð

1

2

3

4

22

3

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

Heilnæmur morgunverður Hvað er hér um að ræða?

Einföld starfsemi

Til hvers ber að ætlast af heilnæmum morgunverði? Heilnæmur og vel samsettur morgunverður losar orkuna hægt og hjálpar til við að hafa hemil á þyngd með því að tempra þörfina fyrir snarl. Hann færir líkamanum lykilnæringarefni í réttum hlutföllum og hæg orkulosunin stuðlar að góðu orkujafnvægi.

H O L L I M O R G U N V E R Ð U R I N N M I N N

Heilnæmur morgunverður er frábær umræðugrundvöllur sem gerir þér kleift að eiga stutt spjall við mögulegan viðskiptavin með því einu að spyrja spurningarinnar: „Hvað fékkst þú þér í morgunverð?“ Kynning á heilnæmum morgunverði getur gagnast vel til að fræða mögulega viðskiptavini um mikilvægi vel samsettrar næringar og ástæðurnar fyrir því að morgunverður er svo mikilvægur fyrir góða heilsu. „Hvað fékkst þú þér í morgunverð?“ er einföld spurning sem getur hjálpað þér að meta lífsvenjur viðskiptavinarins í fljótu bragði. Svar 1. „Ég fékk mér engan morgunverð! Ég hef aldrei tíma til þess.“ Svar: „Að sleppa morgunverði getur leitt til þess að fólk borði óheilnæmt snarl seinna um morguninn. Vissir þú það? Sömuleiðis getur það leitt til þess að einbeiting sé léleg og að matarlystin sé sveiflukennd yfir daginn.“ Svar 2. „Ég greip með mér kaffi og múffu í bakaríinu í hverfinu á leiðinni í vinnuna.“ Svar: „Vissir þú að dísætur og kolvetnaríkur morgunverður getur leitt til þess að orkan sé sveiflukennd yfir daginn? Í kaffi og múffu skortir jafnframt þau næringarefni og orku sem þú þarft á morgnana til að tryggja líkams- og hugarstarfseminni rétt eldsneyti.“ Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? Þeir sem kynna heilnæman morgunverð þurfa að átta sig á þeim gryfjum sem algengt er að neytendur falli í við val á morgunverði. Kynning á heilnæmum morgunverði undirstrikar mikilvægi þess að velja rétt og áhrifin sem óheppilegir valkostir geta haft á næringarástandið, bæði dag frá degi og til lengri tíma. Með þessar upplýsingar þér til fulltingis getur þú ekki einungis frætt mögulega viðskiptavini heldur einnig kynnt á auðveldan hátt kosti þess að kaupa hjá þér heilnæman morgunverð. Af þekkingu og öryggi getur þú útskýrt að slíkur morgunverður geti stuðlað að jákvæðum þáttaskilum í lífi fólks. Hér á eftir er talinn upp ýmiss konar ávinningur sem er dreginn fram í þessari kynningu: • Morgunverður hraðar efnaskiptum líkamans. • Morgunverður kemur þér í rétta skapið fyrir daginn og stuðlar að betri einbeitingu. • Góður morgunverður getur hjálpað til við að hafa stjórn á þyngd. • Heilnæmur morgunverður færir líkamanum lífsnauðsynleg næringarefni. • Neysla á morgunverði getur hindrað fólk frá því að seilast í óheilnæmt snarl síðar um morguninn.

Eftirtaldar vörur eru uppistaðan í heilnæmum morgunverði að hætti Herbalife: Formula 1 næringardrykkur,

Herbal Aloe drykkur og Instant Herbal jurtate.

• Neysla á heilnæmum morgunverði að hætti Herbalife hjálpar til við að hafa betri hemil á hitaeiningum allan daginn. • Vel samsettur morgunverður á borð við þennan hjálpar einnig til við að uppfylla þau neysluviðmið fyrir meginnæringarefni sem kveðið er á um í hugmyndafræði Herbalife um næringarmál.

Hæg orkulosun og gott orkujafnvægi*

Orka

Snemma morguns

Síðla morguns

* Samanborið við að sleppa morgunverði eða fá sér morgunverð sem skortir úrvalsgott prótein, kolvetni (frúktósa með lágan sykurstuðul) og ómissandi fitusýrur (alfalínólen – ómega 6).

➡➡ Vektu umræður! „Hvað fékkst þú þér í morgunverð í dag?“ ➡➡ Kynntu hugmyndafræðina um heilnæman morgunverð sem er bæði fræðandi og hvetjandi fyrir mögulega viðskiptavini. Farðu á netið og sæktu gögnin um heilnæman morgunverð, þ.á m. kynningu og boðskort, á MyHerbalife.com.

Boð

Kynning og virðisauki

Samræður, mat og flokkun

Stuðningur við viðskipta­ vini og tryggð

1

2

3

4

Matvælaöryggisstofnun Evrópu , EFSA, (2011). VÍSINDAÁLIT um röksemdafærslu fyrir heilsufullyrðingum sem tengjast koffíni og eflingu á frammistöðu líkamans við stuttar og kraftmiklar æfingalotur (ID 737, 1486, 1489) og við áreynslu sem reynir á þol. Framkvæmdastjórn ESB (2013). REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 536/2013 frá 11. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 432/2012 um samantekt lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroska eða heilbrigðis barna. Frúktósi. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) 2011; 9(6):2223. Framkvæmdastjórn ESB (2012). REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 432/2012 frá 16. maí 2012 um samantekt lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroska eða heilbrigðis barna. Máltíðarvörur til að stýra þyngd. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) 2010; 8(2):1466. Fæðu- og næringarráð læknastofnunarinnar IOM á vegum Vísindaakademíu Bandaríkjanna. Viðmiðunargildi fyrir neyslu á orku, kolvetnum, trefjum, fitu, fitusýrum, kólesteróli, próteini og amínósýrum úr fæðunni. Upplýsingamiðillinn „National Academies Press“; Washington, D.C., 2005; bls. 1331. Purslow et al. Orkuneysla í morgunverði og breyting á þyngd: Framsýn rannsókn á 6.764 miðaldra körlum og konum. Faraldsfræðitímaritið „American Journal of Epidemiology“ (2008); 167 (2):188-192. Cho et al. Áhrif tegundar af morgunverði á heildarorkuneyslu á dag og þyngdarstuðul. Niðurstöður úr þriðju könnuninni á lýðheilsu og næringarmálum í Bandaríkjunum (NHANES III). Næringartímaritið „Journal of the American College of Nutrition“ (2003); 22 (4). 23

Made with