IBO Book - IC
2
FINNDU FLEIRA FÓLK OG HJÁLPAÐU ÞVÍ AÐ NÁ SÍNU MARKMIÐI
Lífsferill viðskiptavinar
Með lífsferli viðskiptavinar er átt við dæmigerða vegferð einstaklings sem skiptir við Herbalife. Líklegt er að þú hafir þína eigin reynslu af því að vera viðskiptavinur. Gefðu þér dálitla stund til að hugleiða hvernig þér var komið í kynni við Herbalife og hvernig sú vegferð þróaðist á eðlilegan hátt, allt þar til þú komst í núverandi spor. Hér á eftir er venjulegri vegferð lýst: Dæmigert er að mögulegum viðskiptavini sé boðið að taka þátt í einhverri starfsemi hjá núverandi meðlim í Herbalife eða heimsækja starfsstöð hans. Líklegt er að þessum nýja gesti sé boðið upp á lífsstílsmat og mælingu á líkamssamsetningu. Í kjölfarið fengi gesturinn síðan að kynnast vörunum og með hjálp meðlims í Herbalife (lífsstílsleiðbeinanda) fengi hann að fræðast um hugmyndafræði Herbalife í næringarmálum og tileinka sér hana. Um leið og hann er orðinn viðskiptavinur líður ekki á löngu þar til árangurinn fer að líta dagsins ljós, svo fremi sem hann notar vörurnar frá Herbalife, fylgir lífsstílsleiðbeiningunum, nýtur gefandi tengsla við meðlim í Herbalife (lífsstílsleiðbeinanda), eykur þekkingu sína og verður hluti af samfélagi. Viðskiptavinur verður síðan fljótlega tryggur viðskiptavinur eftir að hann hefur náð frábærum árangri og verið baðaður í hrósi frá vinum sínum og fjölskyldu! Á þessu stigi er viðskiptavinurinn orðinn ákafur um að deila velgengni sinni með öðrum og líklegur til að vísa vinum sínum og vandamönnum á lífsstílsleiðbeinandann sinn. Hann gæti meira að segja verið farinn að velta fyrir sér að verða meðlimur í Herbalife sjálfur. Þeir sem deila reynslu sinni af Herbalife með öðrum eru í raun og veru byrjaðir að byggja sér upp vísi að viðskiptavinahópi. Þegar hér er komið sögu gætu tryggir viðskiptavinir ákveðið að skrá sig sem meðlimir í Herbalife og farið að vinna sér inn hlutatekjur. Það er svo þegar meðlimur kemst upp á Supervisoraþrepið í sölu- og markaðskerfi Herbalife sem líklegt er að hann hafi byggt upp heilsteyptan hóp af tryggum viðskiptavinum og meðlimum. Sjálfstæð viðskipti að hætti Herbalife snúast um að fylgja þessari nálgun gagnvart sínum eigin viðskiptavinum. Leiðin til að laða að sér viðskiptavini og skapa hjá þeim tryggð er að veita þeim fyrsta flokks þjónustu. Uppbygging blómstrandi viðskiptavinahóps hefur svo í för með sér aukna tekjumöguleika.
Nýr viðskiptavinur
Tryggur viðskiptavinur
Meðlimur
12
Made with FlippingBook