IBO Book - IC
3
VIÐSKIPTAVINUM BREYTT Í TRYGGA VIÐSKIPTAVINI
Stuðningur við viðskiptavini hjálpar til við að byggja upp tryggð
Mikilvægt er að setja sér skýrar verklagsreglur um stuðning við viðskiptavini og eftirfylgni. Markmiðið með því er ekki aðeins að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum heldur einnig að hjálpa þér að byggja upp tryggan hóp af viðskiptavinum. Það auðveldar þér síðan að varðveita viðskiptavini þína og/eða klífa upp á hærri þrep sölu- og markaðskerfisins. Hvort sem viðskiptavinur þinn kaupir aðeins eina vöru á tveggja mánaða fresti eða heilan pakka af vörum á tveggja vikna fresti eiga þeir allir rétt á sömu úrvalsgóðu þjónustunni. Virðing og umhyggja gagnvart viðskiptavinum er einhver besta leiðin til að: • hjálpa þeim að ná jákvæðum árangri; • styrkja tengslin ykkar á milli jafnt og þétt; • hvetja þá til að panta vörur aftur og aftur og verða tryggir viðskiptavinir; • skapa hjá þeim löngun til að mæla með vörunum við aðra. Hér á eftir bendum við þér á ýmis atriði sem þurfa að vera órjúfanlegur þáttur í stuðningi þínum og eftirfylgni gagnvart viðskiptavinum: 1. Fræddu viðskiptavini þína um góða næringu og þarfir líkamans. 2. Gakktu úr skugga um að þeir sleppi ekki máltíðum. 3. Hjálpaðu þeim að borða nægilegt magn af próteini til að uppfylla þarfir líkamans og markmið sín. 4. Spjallaðu við þá um kosti heilnæmrar fitu og gættu þess að þeir fái nægilegt magn á hverjum degi. 5. Athugaðu hvort þeir haldi vökvabúskapnum í góðu horfi. 6. Tryggðu að þeir stundi reglulega hreyfingu sem hentar þeim. 7. Gakktu úr skugga um að þeir hvíli sig og endurheimti kraftana. 8. Hvettu þá til dáða til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum. Þú þarft að sníða stuðning þinn og eftirfylgni sérstaklega að viðskiptavinunum og markmiðum þeirra.
Mundu eftirfarandi: Sem meðlimur í Herbalife ert þú í þeirri einstöku aðstöðu að geta boðið viðskiptavinum þínum einhvern virðisauka – sem ólíklegt er að þeir verði aðnjótandi við venjuleg vöruinnkaup í verslunum.
Allt snýst þetta um að hjálpa viðskiptavinum að komast í sitt besta form – þ.e. Level 10 eins og Herbalife kallar það.
Leggðu þig ávallt fram um eftirfarandi:
Hlustaðu á viðskiptavini þína, kappkostaðu að kynnast þeim vel og sameinaðu þá í heilsteypt samfélag. 1. Aflaðu þér upplýsinga um viðskiptavinina svo þú getir sérsniðið reynslu þeirra af þér og Herbalife. 2. Nafngreindu viðmælendur þína og láttu þá finna að þeir skipti máli. 3. Sýndu þeim að þú kunnir að meta tryggð þeirra. Sniðugt gæti verið að gefa þeim örlitla gjöf fyrir unnin afrek. 4. Skapaðu þér samfélag af viðskiptavinum – hvort sem er með því að hagnýta þér mannamót á borð við viðskiptavinakvöld eða með því að búa til vefsamfélag.
37
Made with FlippingBook