IBO Book - IC
5
SÖLU- OG MARKAÐSKERFIÐ
Heiðarleiki og heilindi í viðskiptum
Við vitum að þig klæjar í fingurna að hefjast handa og koma öllu sem þú hefur lært í framkvæmd. Áður en þú lætur til skarar skríða er þó mikilvægt að þú kynnir þér nokkrar af starfsreglunum okkar. Hjá Herbalife erum við stolt af að stunda viðskiptin af heiðarleika og heilindum og grunnstoð þess er að sérhver meðlimur einsetji sér að setja markið hátt í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur í eigin viðskiptum. Þessar starfsreglur hafa verið settar ÞÉR til verndar. Í þeim felast þær siðareglur og þeir staðlar sem allir meðlimir í Herbalife verða að fara eftir í störfum sínum. Gefðu þér tíma til að kynna þér eftirfarandi reglur gaumgæfilega og þegar því er lokið skaltu svara skyndiprófinu okkar til að athuga hversu vel þú hefur staðið þig í náminu! Reglur um fullyrðingar, staðhæfingar og reynslusögur sem varða vörurnar: ✓ • Þær verða að vera löglegar og sannleikanum samkvæmar og mega á engan hátt vera villandi. • Þær verða að hvíla á eðlilegum sannleiksgrunni og fá verður skriflega staðfestingu á sannleiksgildi þeirra áður en þær eru birtar eða þeim er miðlað á annan hátt. • Þær verða að samræmast fullyrðingum og staðhæfingum sem er að finna í núgildandi markaðsgögnum sem Herbalife hefur gefið út eða í núgildandi áletrunum á vörunum frá Herbalife. • Þær verða samkvæmt lögum ávallt að innifela viðeigandi fyrirvara. Reglur um fullyrðingar varðandi þyngdarstjórnun. Ekki er heimilt að setja fram eftirfarandi fullyrðingar innan EMEA-svæðisins: X • Fullyrðingar þar sem gefið er í skyn að heilsan geti orðið fyrir áhrifum af því að sleppa því að nota vörur frá Herbalife. • Fullyrðingar þar sem minnst er á hraða eða magn þyngdartaps. • Fullyrðingar þar sem vísað er í ráðleggingar lækna eða annars heilbrigðisfagfólks. Í öllum umsögnum um þyngdarstjórnun verður að gæta að eftirfarandi: ✓ • Fjalla verður um þyngdarstjórnun að hætti Herbalife sem hluta af heilnæmum og virkum lífsstíl og ekki má beintengja neinn árangur við ákveðna vöru. Öllum staðhæfingum um þyngdarstjórnun, þ.m.t. reynslusögum, verður að fylgja eftirfarandi fyrirvari: „Allar umsagnir um þyngdarstjórnun vísa til þyngdarstjórnunar að hætti Herbalife, sem felur m.a. í sér vel samsett mataræði, reglulega hreyfingu, nægilega vökvaneyslu, notkun fæðubótarefna þegar þörf þykir og hæfilega hvíld. Árangur hvers og eins er mismunandi.“ Öllum umsögnum um þyngdarstjórnun hjá einstaklingum sem hafa átt við mikla umframþyngd (klíníska offitu) að stríða verður að fylgja yfirlýsing um að tekist hafi að ná tökum á þyngdinni undir beinu eftirliti læknis.
„ Með hverjum deginum sem þú heldur áfram að byggja viðskiptin upp á réttan hátt…, með hverju skiptinu sem þú skapar frábæra reynslu af Herbalife… og með sérhverjum einstaklingi sem verður langtímaviðskiptavinur eða meðlimur í Herbalife undir þinni handleiðslu – styrkir þú Herbalife. “ Michael O. Johnson Formaður stjórnar og forstjóri Herbalife
50
Made with FlippingBook