IBO Book - IC
3
VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR
Heilnæmur morgunverður Hvað er hér um að ræða?
Einföld starfsemi
Til hvers ber að ætlast af heilnæmum morgunverði? Heilnæmur og vel samsettur morgunverður losar orkuna hægt og hjálpar til við að hafa hemil á þyngd með því að tempra þörfina fyrir snarl. Hann færir líkamanum lykilnæringarefni í réttum hlutföllum og hæg orkulosunin stuðlar að góðu orkujafnvægi.
H O L L I M O R G U N V E R Ð U R I N N M I N N
Heilnæmur morgunverður er frábær umræðugrundvöllur sem gerir þér kleift að eiga stutt spjall við mögulegan viðskiptavin með því einu að spyrja spurningarinnar: „Hvað fékkst þú þér í morgunverð?“ Kynning á heilnæmum morgunverði getur gagnast vel til að fræða mögulega viðskiptavini um mikilvægi vel samsettrar næringar og ástæðurnar fyrir því að morgunverður er svo mikilvægur fyrir góða heilsu. „Hvað fékkst þú þér í morgunverð?“ er einföld spurning sem getur hjálpað þér að meta lífsvenjur viðskiptavinarins í fljótu bragði. Svar 1. „Ég fékk mér engan morgunverð! Ég hef aldrei tíma til þess.“ Svar: „Að sleppa morgunverði getur leitt til þess að fólk borði óheilnæmt snarl seinna um morguninn. Vissir þú það? Sömuleiðis getur það leitt til þess að einbeiting sé léleg og að matarlystin sé sveiflukennd yfir daginn.“ Svar 2. „Ég greip með mér kaffi og múffu í bakaríinu í hverfinu á leiðinni í vinnuna.“ Svar: „Vissir þú að dísætur og kolvetnaríkur morgunverður getur leitt til þess að orkan sé sveiflukennd yfir daginn? Í kaffi og múffu skortir jafnframt þau næringarefni og orku sem þú þarft á morgnana til að tryggja líkams- og hugarstarfseminni rétt eldsneyti.“ Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? Þeir sem kynna heilnæman morgunverð þurfa að átta sig á þeim gryfjum sem algengt er að neytendur falli í við val á morgunverði. Kynning á heilnæmum morgunverði undirstrikar mikilvægi þess að velja rétt og áhrifin sem óheppilegir valkostir geta haft á næringarástandið, bæði dag frá degi og til lengri tíma. Með þessar upplýsingar þér til fulltingis getur þú ekki einungis frætt mögulega viðskiptavini heldur einnig kynnt á auðveldan hátt kosti þess að kaupa hjá þér heilnæman morgunverð. Af þekkingu og öryggi getur þú útskýrt að slíkur morgunverður geti stuðlað að jákvæðum þáttaskilum í lífi fólks. Hér á eftir er talinn upp ýmiss konar ávinningur sem er dreginn fram í þessari kynningu: • Morgunverður hraðar efnaskiptum líkamans. • Morgunverður kemur þér í rétta skapið fyrir daginn og stuðlar að betri einbeitingu. • Góður morgunverður getur hjálpað til við að hafa stjórn á þyngd. • Heilnæmur morgunverður færir líkamanum lífsnauðsynleg næringarefni. • Neysla á morgunverði getur hindrað fólk frá því að seilast í óheilnæmt snarl síðar um morguninn.
Eftirtaldar vörur eru uppistaðan í heilnæmum morgunverði að hætti Herbalife: Formula 1 næringardrykkur,
Herbal Aloe drykkur og Instant Herbal jurtate.
• Neysla á heilnæmum morgunverði að hætti Herbalife hjálpar til við að hafa betri hemil á hitaeiningum allan daginn. • Vel samsettur morgunverður á borð við þennan hjálpar einnig til við að uppfylla þau neysluviðmið fyrir meginnæringarefni sem kveðið er á um í hugmyndafræði Herbalife um næringarmál.
Hæg orkulosun og gott orkujafnvægi*
Orka
Snemma morguns
Síðla morguns
* Samanborið við að sleppa morgunverði eða fá sér morgunverð sem skortir úrvalsgott prótein, kolvetni (frúktósa með lágan sykurstuðul) og ómissandi fitusýrur (alfalínólen – ómega 6).
➡➡ Vektu umræður! „Hvað fékkst þú þér í morgunverð í dag?“ ➡➡ Kynntu hugmyndafræðina um heilnæman morgunverð sem er bæði fræðandi og hvetjandi fyrir mögulega viðskiptavini. Farðu á netið og sæktu gögnin um heilnæman morgunverð, þ.á m. kynningu og boðskort, á MyHerbalife.com.
Boð
Kynning og virðisauki
Samræður, mat og flokkun
Stuðningur við viðskipta vini og tryggð
1
2
3
4
Matvælaöryggisstofnun Evrópu , EFSA, (2011). VÍSINDAÁLIT um röksemdafærslu fyrir heilsufullyrðingum sem tengjast koffíni og eflingu á frammistöðu líkamans við stuttar og kraftmiklar æfingalotur (ID 737, 1486, 1489) og við áreynslu sem reynir á þol. Framkvæmdastjórn ESB (2013). REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 536/2013 frá 11. júní 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 432/2012 um samantekt lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroska eða heilbrigðis barna. Frúktósi. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) 2011; 9(6):2223. Framkvæmdastjórn ESB (2012). REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 432/2012 frá 16. maí 2012 um samantekt lista yfir leyfilegar heilsufullyrðingar er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroska eða heilbrigðis barna. Máltíðarvörur til að stýra þyngd. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) 2010; 8(2):1466. Fæðu- og næringarráð læknastofnunarinnar IOM á vegum Vísindaakademíu Bandaríkjanna. Viðmiðunargildi fyrir neyslu á orku, kolvetnum, trefjum, fitu, fitusýrum, kólesteróli, próteini og amínósýrum úr fæðunni. Upplýsingamiðillinn „National Academies Press“; Washington, D.C., 2005; bls. 1331. Purslow et al. Orkuneysla í morgunverði og breyting á þyngd: Framsýn rannsókn á 6.764 miðaldra körlum og konum. Faraldsfræðitímaritið „American Journal of Epidemiology“ (2008); 167 (2):188-192. Cho et al. Áhrif tegundar af morgunverði á heildarorkuneyslu á dag og þyngdarstuðul. Niðurstöður úr þriðju könnuninni á lýðheilsu og næringarmálum í Bandaríkjunum (NHANES III). Næringartímaritið „Journal of the American College of Nutrition“ (2003); 22 (4). 23
Made with FlippingBook