IBO Book - IC
3
VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR
Lífsstílsmat
Einföld starfsemi
Lífsstílskynning er kjörin bæði fyrir mögulega (og nýja) viðskiptavini áður en þú leiðir þá gegnum lífsstílsmat. Slík kynning hjálpar til við að efla tengsl þín við viðmælendur þína með því að veita þeim næringarupplýsingar, sem þeir höfðu ef til vill ekki á takteinum áður. Jafnframt gefur hún þér færi á að sýna hvernig þú getur hjálpað þeim að ná markmiðum sínum með því að flétta saman góða næringu og heilnæman og virkan lífsstíl. Þú getur farið inn á MyHerbalife.com og sótt ítarlega kynningu sem Herbalife hefur gefið út undir titlinum: Hugmyndafræði Herbalife um ákjósanlega næringu fyrir allan heiminn. Að öðrum kosti getur sponsorinn þinn hjálpað þér að finna einmitt réttu kynninguna fyrir þínar þarfir. Hvað er lífsstílsmat? Lífsstílsmat gerir þér kleift að leggja ítarlegt mat á næringarástand og líkamssamsetningu mögulegs viðskiptavinar. Einnig gefur það þér dýrmæta innsýn í næringarval hans og lífsvenjur. Út frá þessum upplýsingum getur þú fundið ýmislegt sem betur má fara og boðið upp á sérsniðna lausn frá Herbalife. Þú getur hjálpað viðskiptavininum að setja sér markmið og boðið upp á réttan stuðning. Einnig er góð hugmynd, eins og áður sagði, að fara yfir kynninguna um hugmyndafræði Herbalife í næringarmálum með viðskiptavininum. Lífsstílsmat getur hjálpað til við eftirfarandi: • Að skapa sér viðskiptavini með sannfærandi og áhugavekjandi spjalli – virkar sem „öngull“. • Að stofna til stigvaxandi og ítarlegra tjáskipta sem hjálpa þér að átta þig á raunverulegum þörfum mögulegs viðskipavinar. Eftir það verður auðveldara að byggja upp tengsl og bjóða upp á þann vörupakka sem smellpassar fyrir kaupandann. • Að gefa mögulegum viðskiptavini gagnleg ráð um lífsstílinn og kynna hvernig vöruúrval Herbalife getur leyst málin. • Að framkvæma mælingu á líkamssamsetningu. • Að fá vísanir á fleira fólk frá þeim viðskiptavinum sem gangast undir lífsstílsmatið.
STAÐREYND Þú þarft hvorki að vera næringarfræðingur né íþróttakennari til þess að framkvæma lífsstílsmat. Allir sem kunna skil á hjálpargögnunum okkar geta framkvæmt slíkt mat!
LÍFSSTÍLS- LEIÐBEINANDI Biddu um ÓKEYPIS lífsstílsmat
➡➡ Hugmyndafræði Herbalife um ákjósanlega næringu fyrir allan heiminn er kjörin kynning til að fræða mögulega viðskiptavini og nota sem stuðningsefni við lífsstílsmat. ➡➡ Fangaðu athygli mögulegs viðskiptavinar með því að spyrja: „Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér hvernig þú gætir tryggt þér betri næringu og hvaða ávinningur fylgir því?“ ➡➡ Þú getur boðið mögulegum viðskiptavini að mæta hjá þér í lífsstílsmat einhvern tíma síðar, sérstaklega ef hann er of önnum kafinn til að spjalla í rólegheitum í fyrsta sinn sem þið hittist. ➡➡ Samhliða mörgum af viðskiptaaðferðunum sem Herbalife hefur í boði er tilvalin leið til eftirfylgni að bjóða mögulegum viðskiptavinum í lífsstílskynningu og lífsstílsmat. Mundu að þú þarft ekki að nota hinar ýmsu aðferðir sem einangrað fyrirbæri!
Boð
Kynning og virðisauki
Samræður, mat og flokkun
Stuðningur við viðskipta vini og tryggð
1
2
3
4
24
Made with FlippingBook