IBO Book - IC
3
VIÐSKIPTAVINUM BREYTT Í TRYGGA VIÐSKIPTAVINI
Uppbygging vaxandi hóps af tryggum viðskiptavinum
Tryggir viðskiptavinir eru eitt það dýrmætasta sem þú átt í viðskiptunum. Þess vegna er skynsamlegt að helga núverandi viðskiptavinum mestan hluta tíma síns með það fyrir augum að breyta þeim í trygga viðskiptavini. Hvers vegna? Kostirnir við að eiga trygga viðskiptavini: • Þeir skapa þér regluleg viðskipti. • Þeir eru eðlileg uppspretta nýrra tengsla. • Þeir verða gangandi „auglýsingaskilti“ sem kynnir viðskiptin þín. Á eftirfarandi blaðsíðum finnur þú ýmis úrvalsgóð ráð sem geta hjálpað þér að breyta viðskiptavinum í trygga viðskiptavini. Við kennum þér leiðir til að ganga úr skugga um að reynsla viðskiptavina af samskiptum sínum við þig sé einstaklega góð. Einmitt það hjálpar þér að byggja upp sjálfbæran hóp af viðskiptavinum. Tryggir viðskiptavinir eru dýrmætir og því ættir þú að verja meiri tíma í núverandi hóp af viðskiptavinum en í að reyna að skapa þér nýja. Viðskiptavinir gætu gleymt þér ef þú heldur þig ekki efst í huga þeirra og fylgir þeim vel eftir. Til þess að viðskiptavinir heillist af vörunum og vörumerkinu, og leiti til þín aftur og aftur, þarft þú að veita þeim fyrsta flokks þjónustu og tryggja að heildarreynsla þeirra af þér sé eins og best verður á kosið. Hvers vegna? Því forsendan fyrir að þeir uppskeri árangur og færist nær persónulegum markmiðum sínum er að þeir noti vörurnar, fylgi lífsstílsleiðbeiningunum eins og ætlast er til og ástundi heilnæman og virkan lífsstíl. Þegar vart verður við árangur getur þú treyst því að þú sért að gera eitthvað rétt. Þú vilt þá ekki breyta því – er það nokkuð? Þegar viðskiptavinir ná merkum áföngum á vegferð sinni skaltu gæta þess að fagna með þeim og hvetja þá til enn frekari dáða. Hér á eftir eru taldar upp nokkrar leiðir til þess: • Veittu þeim viðurkenningu í lok hópfundar hjá þér með örstuttri verðlaunahátíð eða útnefningu á „viðskiptavini dagsins“. Veittu þeim vildarþjónustu / eða heiðurssess þegar þeir mæta á viðburð hjá þér. • Mundu eftir öllum persónulegum merkisdögum (sendu þeim t.d. afmæliskort). • Gættu þess að þeir tilheyri samfélagi af fólki með líkt hugarfar. Skoðum nú nánar hvernig þetta virkar:
35
Made with FlippingBook