IBO Book - IC

4

INNSKRÁNING NÝRRA MEÐLIMA

Hlutverkið sem felst í því að vera sponsor

Nýr meðlimur í hópnum þínum mun fylgja því fordæmi sem er gefið af þér og leiðtogum í upplínunni þinni. Gefðu eins gott fordæmi og þú getur og fylgstu með hvernig dugnaður þinn og iðjusemi tvöfalda sig! Alveg eins og gildir um viðskiptavini er mikilvægt að skapa nýjum meðlimum auðvelt aðgengi að þér, einkum fyrsta mánuðinn. Líklegt er að fjölmargar spurningar vakni hjá þeim meðan þeir stíga fyrstu skrefin í sjálfstæðum viðskiptum. Vertu þeim því innan handar til að veita ráðleggingar og aðstoð á komandi mánuðum. 1. Hjálpaðu nýjum meðlimi þínum að ná sínu næsta Level 10 markmiði Þegar nýr meðlimur nær Level 10 markmiði sínu er kominn tími til að hjálpa honum að setja sér næsta markmið. Það gæti t.d. verið að skrá sig í 5 km keppnishlaup eða að lækka hjá sér fituprósentuna. Óháð því hvaða markmið verður næst fyrir valinu skaltu leggja þitt lóð á vogarskálarnar til að hjálpa meðlimnum þínum að stefna ótrauður á það.

2. Hjálpaðu nýjum meðlimum að setja sér markmið í viðskiptunum Fyrsta markmiðið hjá dæmigerðum meðlim gæti verið að ná fimm nýjum viðskiptavinum. Afar uppörvandi er þegar markmið nást. Þegar fyrsta markmiðið er í höfn vaknar því gjarnan áhugi á að setja sér aðeins metnaðarfyllra markmið. Hjálpaðu nýjum meðlimum að átta sig á stuðningsnetinu sem þeim stendur til boða í nágrenninu Hvort sem nýr meðlimur hefur innskráð sig til að njóta góðs af afsláttarkjörunum fyrir meðlimi eða til að hefja sín eigin viðskipti skaltu muna að spjalla við hann um það fræðslu-, þjálfunar- og stuðningsnet sem hann hefur aðgang að. Ef nýr meðlimur er áhugasamur um að hefja viðskipti fyrir alvöru skaltu benda honum á að mæta á árangursþjálfunarnámskeið (STS) eða námskeið í viðskiptauppbyggingu (BBS) á sínu svæði. Slík námskeið eru mikilvæg til að afla sér þekkingar og stuðningsnets og blanda geði við aðra meðlimi í heimabænum eða á svæðinu. Sú tilfinning að tilheyra og vera órjúfanlegur hluti af heilsteyptu samfélagi er samofin því að vera meðlimur. Mæting á mánaðarlega fundi af þessu tagi mun reynast nýjum (og núverandi) meðlimum þínum ómetanleg.

41

Made with