IBO Book - IC

7

ALGENGAR SPURNINGAR

GREIÐSLUR OG ENDURGREIÐSLUR 30 daga skilaréttur gegn endurgreiðslu Viðskiptavinir geta skilað pöntunum innan 30 daga og fengið fulla endurgreiðslu. Þrjátíu daga tímabilið hefst þegar viðskiptavinur fær vörurnar í hendur. Sem meðlimur endurgreiðir þú viðskiptavininum vörurnar og sendir svo Herbalife eftirfarandi gögn: 1. Endurgreiðslubeiðni (sem er að finna á MyHerbalife.com á slóðinni „Skrifstofan mín – Skjöl og stefnuyfirlýsingar – Skjöl – Eyðublöð – Endurgreiðslubeiðni“). 2. Kvittun. 3. Ónotaðan hluta vörunnar, eða upprunalegan merkimiða af vörunni eða tómt vöruílát. Vinsamlegast sendu allt ofangreint á eftirfarandi póstfang í Bretlandi: Herbalife UK and Ireland Limited | The Atrium, 1 Harefield Road, Uxbridge, Þegar Herbalife hefur móttekið allt ofangreint verður þér send ný vara í staðinn. Kynntu þér ánægjuábyrgðina og stefnuna um endurgreiðslu til viðskiptavina í starfsreglum Herbalife til að fá nánari upplýsingar. Get ég fengið meðlimapakka Herbalife endurgreiddan eftir kaupin? Já. Þú hefur rétt á fullri endurgreiðslu á kaupverðinu sem þú greiddir, ef þú óskar eftir að hætta við aðild þína að Herbalife innan 90 daga frá því að umsókn þín var samþykkt. Á hverju byggist árlega þjónustugjaldið fyrir aðild? Herbalife samþykkir að sjá um tölvuvinnslu fyrir meðlimi sína og fyrir hana þurfa allir sem eru með aðildarsamning við Herbalife að greiða árlegt þjónustugjald („þjónustugjald“). Tölvuþjónustan sem um ræðir takmarkast við að henda reiður á afsláttarprósentu, upplýsingum um dreifingarlínur og stöðu varðandi réttindaöflun. Sérhver meðlimur ber fulla ábyrgð á að greiða þjónustugjaldið árlega á dagsetningu upprunalegrar aðildarumsóknar. Til að kynna sér núverandi upphæð þjónustugjaldsins ber að skoða núgildandi verðlista. Hvers vegna þarf ég að greiða árlegt þjónustugjald fyrir aðild? Mér var eytt af skrá vegna þess að ég endurnýjaði ekki réttindin en nú langar mig að greiða gjaldfallið þjónustugjald. Á hvaða þrepi byrja ég og hvaða afsláttarprósentu get ég fengið? Herbalife samþykkir að sjá um tölvuvinnslu fyrir meðlimi sína og fyrir hana þurfa allir sem eru með aðildarsamning við Herbalife að greiða árlegt þjónustugjald („þjónustugjald“). Tölvuþjónustan sem um ræðir takmarkast við að henda reiður á afsláttarprósentu, upplýsingum um dreifingarlínur og stöðu varðandi réttindaöflun. Ef þú varst meðlimur með 25% afslátt eða Senior Consultant með 35% afslátt kemst þú aftur á það afsláttarþrep sem þú varst á þegar þér var eytt af skrá um leið og Herbalife móttekur greiðslu á gjaldföllnu þjónustugjaldi. Til að halda stöðu sinni sem Success Builder eða Qualified Producer þarf að greiða þjónustugjaldið á tilsettum tíma. Ég þarf að breyta upplýsingum um bankareikninginn minn. Getið þið breytt þeim þegar í stað? Nei, við getum ekki breytt bankaupplýsingunum þínum án þess að fá frá þér undirrituð gögn. Fylltu því út eyðublaðið, undirritaðu það og sendu okkur það í pósti, sem skannað viðhengi í tölvupósti eða gegnum bréfsíma. Ef ég sendi upplýsingar um bankareikninginn minn til ykkar þegar í stað (á dagsetningunni XXX) hvenær móttek ég þá greiðsluna mína? Greiðslur fara fram á ákveðnum dagsetningum. Greiðsla á heildsölutekjum og umboðslaunum fer t.d. fram á fimmtánda degi hvers mánaðar (en getur þó frestast um nokkra daga ef fimmtándi dagur mánaðarins lendir á helgi). Hvaða greiðsluaðferðir er boðið upp á? Þú getur greitt fyrir pantanir á eftirfarandi hátt: • Með beingreiðslu/millifærslu inn á einhvern af bankareikningunum okkar (Alpha Bank og Piraeus Bank). • Með kreditkorti. • Með reiðufé (ef fjárhæðin er að hámarki 500 EUR). Hafðu samband við þjónustudeildina fyrir meðlimi í síma 800 9896 ef þú þarfnast frekari aðstoðar eða útskýringa. Middlesex, UB8 1HB, The United Kingdom. Herbalife endurgreiðir ekki póstburðargjöld.

VÖRUR Hvernig get ég aflað mér ítarlegri upplýsinga um vörurnar og innihaldsefnin í þeim? Þú getur leitað þér frekari upplýsinga í vörubæklingnum (vörunúmer, SKU 6240) og á MyHerbalife.com. Hvers vegna notið þið súkralósa í vörurnar ykkar? Við notum sætuefni á borð við súkralósa í sumar bragðtegundirnar af Formula 1 til að tryggja frábært bragð og halda samt hitaeiningunum í lágmarki. Hvers vegna notið þið gervilitarefni, gervibragðefni, paraben, karragenan og gúargúmmí? Tiltekin náttúruleg bragðefni og litarefni eru ekki eins stöðug og gervibragðefni og gervilitarefni. Því er oft nauðsynlegt að nota gervibragðefni og gervilitarefni til að varðveita efnisgæði og stöðugleika varanna. Öll litar- og bragðefni sem við notum í vörurnar okkar eru í fullu samræmi við gildandi lög og talin örugg til neyslu á þann hátt sem við nýtum þau í vörurnar. Mega börn nota vörurnar frá Herbalife ® ? Vörurnar frá Herbalife eru hugsaðar fyrir fullorðna og ekki er mælt með að börn undir 18 ára noti þær. Hversu marga máltíðardrykki má ég fá mér á dag? Til að draga úr umframþyngd mátt þú fá þér allt að tvo máltíðardrykki á dag, sem morgun- og hádegisverð. Til viðbótar við það er ætlast til að þú borðir vel samsettan kvöldverð, hreyfir þig reglulega og ástundir heilnæman og virkan lífsstíl almennt. Til að halda þyngdinni innan hæfilegra marka mátt þú fá þér máltíðardrykk í staðinn fyrir eina máltíð á dag. Má ég bæta ávöxtum eða öðrum innihaldsefnum út í F1‑máltíðardrykki? Almennar upplýsingar varðandi vörurnar er að finna í nýjustu útgáfu af vörubæklingnum fyrir þitt heimaland. Til að afla þér ítarlegra upplýsinga um innihaldsefni í vörunum skaltu skoða áletrunina á ytri eða innri umbúðum þeirra. Þar eru talin upp öll innihaldsefni og næringarupplýsingar. Má ég nota vatn í staðinn fyrir mjólk til að blanda máltíðardrykkinn minn? Ætlast er til að Formula 1 máltíðardrykkir geti komið í stað heillar máltíðar, en það gildir aðeins ef duftinu er blandað út í léttmjólk en ekki vatn. Drykkjarpróteininu frá Herbalife má blanda út í vatn. Það er ætlað til nota sem próteindrykkur en flokkast ekki sem máltíðardrykkur. VIÐSKIPTAPUNKTAR Hvað eru viðskiptapunktar? Sérhverri vöru frá Herbalife er gefinn ákveðinn fjöldi viðskiptapunkta (VP) og hann er sá sami í öllum löndum. Þegar þú pantar vörur safnast upp inneign sem samsvarar þeim viðskiptapunktum sem fást fyrir vörurnar hverja fyrir sig. Þessir uppsöfnuðu viðskiptapunktar bera vott um afköst þín í viðskiptunum og liggja til grundvallar ýmiss konar réttindum og hlunnindum. Viðskiptapunktar fyrir eigin innkaup (Personally Purchased Volume, PPV): Hér er átt við viðskiptapunkta fyrir vöruinnkaup á eigin aðildarnúmeri beint frá Herbalife. Persónuleg viðskipti (Personal Volume, PV): Hjá fullgildum Supervisor (FQS) byggjast persónuleg viðskipti bæði á viðskiptapunktum fyrir eigin pantanir og pantanir meðlima í undirlínunum (sem panta beint hjá Herbalife á 25% ‑ 42% afslætti). Hópviðskipti (Group Volume, GV): Hjá Supervisor byggjast hópviðskipti á viðskiptapunktum fyrir pantanir verðandi Supervisora með tímabundinn 50% afslátt. Heildarviðskipti (Total Volume, TV): Heildarviðskipti eru samanlögð heildartala persónulegra viðskipta og hópviðskipta hjá Supervisor. Viðskiptapunktar frá undirlínunum (Downline Volume, DLV): Hjá þeim sem eru ekki Supervisorar byggjast viðskiptapunktar frá undirlínunum á innkaupum meðlima í undirlínunum á 25% ‑ 42% afslætti beint frá Herbalife. Hver er munurinn á tekjustofni og viðskiptapunktum? Hverri vöru er gefinn ákveðinn tekjustofn til að reikna út tekjur. Hverri vöru er jafnframt gefinn ákveðinn fjölda viðskiptapunkta til að reikna út réttindaöflun og ákvarða þrep meðlims í sölu- og markaðskerfinu. Ég var rétt í þessu að leggja inn 600 VP pöntun fyrir þennan viðskiptamánuð. Nú vil ég leggja inn aðra pöntun að andvirði 400 VP til að ná samtals 1.000 VP. Kemur síðari pöntunin mér upp í 42% afslátt? Skil ég þetta rétt? Nei, til að fá 42% afslátt þarft þú að leggja inn eina pöntun sem nemur að lágmarki 1.000 VP eða safna að lágmarki 2.000 VP í einum mánuði. Þegar þú hefur safnað 2.000 VP getur þú pantað á 42% afslætti það sem eftir lifir mánaðarins.

71

Made with