IBO Book - IC
1
VIRÐISAUKINN SEM FELST Í MEÐLIMUM
Einstakt virði meðlima í Herbalife
Einn fyrsti virðisaukinn sem meðlimir geta boðið viðskiptavinum er að gæta þess að endurspegla gæði varanna og komast í sitt allra besta form – eða Level 10 eins og Herbalife kallar það. Þú skalt því nota vörurnar daglega. Þegar þú nærð árangri af vörunum, og fólk sér hvernig líkami þinn hefur breyst, getur þú tjáð þig út frá eigin reynslu – deilt með viðmælendum þínum þeirri þekkingu sem þú hefur viðað að þér á þinni vegferð. Þegar þú talar út frá raunverulegri reynslu og viðskiptavinurinn getur séð árangurinn með eigin augum hefur þú markað þér mjög sterka stöðu. Að skapa persónuleg tengsl við viðskiptavininn og selja honum milliliðalaust er virðisauki sem þú, sem meðlimur í Herbalife, hefur í boði. Einmitt þetta getur skapað þér forskot í samanburði við aðra valkosti. Viðskiptavinur sem gengur inn í stórmarkað og velur sér einfaldlega vörur úr hillunum sjálfur nær ekki endilega besta mögulega árangri. Ópersónuleg kaup úr búðarhillum geta valdið því að neytendur fari varhluta af raunverulegu innsæi og þekkingu á því hvernig vörurnar virka. Slík innkaupaaðferð felur ekki heldur í sér þann viðvarandi stuðning, hvatningu og leiðsögn sem kostur gefst á í beinni dreifingu. Með því að leggja áherslu á virðisauka fyrir viðskiptavininn, stuðning við hann og fyrsta flokks þjónustu getur þú, sem meðlimur í Herbalife, stuðlað að ánægju, tryggð og áhuga viðskiptavina í garð Herbalife. Nokkrir lykilþættir eru fólgnir í því að hjálpa viðskiptavinum að komast í sitt besta form – þ.e. sitt Level 10. Eigðu gott samstarf við viðskiptavinina til að aðstoða þá við að temja sér heilnæman og virkan lífsstíl með hollri fæðu , réttri hreyfingu og réttum vörum til að uppfylla þarfir sínar. Sem persónulegur lífsstílsleiðbeinandi fyrir viðskiptavinina er hlutverk þitt einnig að hvetja þá til dáða, aðlaga vöruvalið að þörfum þeirra hverju sinni og halda þeim á réttri braut til að komast í betra form en nokkru sinni fyrr á lífsleiðinni. Gleymdu svo ekki að lykilþáttur í þessu öllu er að kynna þá inn í viðeigandi hóp til að taka þátt í samfélagsstarfi . Vissulega þarf viðskiptavinurinn einnig að einsetja sér að leggja hart að sér og varðveita rétt hugarfar. Sé öllum þessum leiðbeiningum fylgt er mun líklegra að viðskiptavinir uppskeri þær jákvæðu breytingar sem þeir sækjast eftir og nái markmiði sínu.
HUGARFAR
MARKMIÐI NÁÐ OG ÁRANGUR VARÐVEITTUR
Heilnæm fæða
Rétt hreyfing
Réttar vörur
Lífsstíls leiðbeinandi
Samfélag
SÉRSNIÐINN STUÐNINGUR MEÐLIMS
09
Made with FlippingBook