IBO Book - IC

3

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

Opnunarteiti Hvað er opnunarteiti?

Einföld starfsemi

Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? Opnunarteiti hjálpar þér að stofna til tengsla við mögulega viðskiptavini með því að veita þeim næringarupplýsingar, sem þeir kunnu ef til vill ekki skil á fyrir, og mæla með einhverri góðri lausn frá Herbalife. Opnunarteiti: • Það gefur mögulegum viðskiptavinum kost á að átta sig betur á vörunum og prófa þær ókeypis. • Það gefur þér frábært tækifæri til að framkvæma stutt lífsstílsmat og bjóða gestum að heimsækja þig aftur síðar í mánuðinum til að gangast undir lífsstílsmat í heild sinni, ásamt tilheyrandi mælingu á líkamssamsetningu.

Þegar þú innskráir þig sem nýjan meðlim er opnunarteiti frábær leið til að deila þeim fréttum og kynna nýju viðskiptin. Slíkt teiti gefur þér tækifæri til að bjóða vinum þínum, fjölskyldu og tengiliðum að bragða á ljúffengum máltíðardrykk og fræðast í leiðinni um Herbalife og þá aðstoð sem þú hefur í boði til að hjálpa þeim að ná markmiðum sínum um betri næringu og heilnæman og virkan lífsstíl. Sponsor meðlims veitir honum venjulega stuðning í slíku opnunarteiti og það er ýmist haldið á starfsstöð sponsorsins eða heima hjá meðlimnum sjálfum. Í slíku teiti mun sponsorinn þinn verða þér innan handar meðan þú leiðir í fyrsta sinn nokkra gesti þína gegnum lífsstílsmat. Opnunarteitum er ætlað að hjálpa nýjum meðlimum að læra til verka, kynnast starfsemi af þessu tagi og öðlast það sjálfstraust sem þarf til að halda sín eigin smökkunarteiti. Á sama tíma skapast tækifæri til að fá mögulega viðskiptavini til að hefja innkaup.

HOLLRÁÐ Mundu að fá vísanir á fleira fólk hjá gestum þínum!

➡➡ Opnunarteiti gefur frábært tækifæri til að tala um góða næringu og hreyfingarvenjur og leiða fólki fyrir sjónir það virði og þann ávinning sem felst í heilnæmum og virkum lífsstíl. ➡➡ Sem eftirfylgni skaltu svo bjóða mögulegum viðskiptavinum í lífsstílsmat, ásamt tilheyrandi mælingu á líkamssamsetningu.

Boð

Kynning og virðisauki

Samræður, mat og flokkun

Stuðningur við viðskipta­ vini og tryggð

1

2

3

4

26

Made with