IBO Book - IC

3

VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR

Hreyfingarklúbbar Hvað er hreyfingarklúbbur?

Aðeins flóknari starfsemi

Hreyfingarklúbbar (sem eru kallaðir ýmsum nöfnum, t.d. hreysti- eða lífsstílsklúbbar eða hreysti- eða lífsstílsáskoranir) byggjast á hugmyndafræði sem sameinar þrennt: góða næringu, hreyfingu og skemmtilegar samverustundir. Slíkir klúbbar hjálpa meðlimum að varðveita viðskiptavini sína lengur því þátttakendur hafa gaman af að hreyfa sig í góðum félagsskap fólks í samfélaginu sem hefur svipað hugarfar og þeir sjálfir. Mikilvægast er að starfsemin sé skemmtileg og fólk njóti samvistanna við aðra. Þú skalt engar áhyggjur hafa þótt þú sért ekki útskrifaður einkaþjálfari. Þú getur aukið hreysti fólks með einfaldri hreyfingu (hlaupum, hjólreiðum, teygjum, göngu og boltaleikjum svo dæmi séu nefnd). Gættu þess einungis að bjóða upp á eitthvað sem er bæði hættulaust og auðvelt í framkvæmd og láttu ekki hjá líða að leita ráðlegginga ef þú ert í vafa um eitthvað. Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? • Eftir hreyfinguna getur þú boðið þátttakendum að fá frekari upplýsingar um Herbalife. Þá gefst frábært tækifæri til að fræða þá um mikilvægi góðrar næringar og hæfilegrar hreyfingar. Sömuleiðis er þetta kjörin stund til að leyfa nýjum þátttakendum að hlusta á reynslusögur núverandi viðskiptavina þinna og meðlima. Enn fleiri mögulegir viðskiptavinir fyllast kappi og verða áhugasamir um að hefja viðskipti við þig þegar þeir hlusta á aðra segja frá góðum árangri sínum og hrifningu sinni af Herbalife og vörunum. • Þú getur einnig kynnt heilnæman morgunverð eða ákjósanlegan lífsstíl og framkvæmt síðan stutt lífsstílsmat eftir að hreyfingunni lýkur. Með því gefst þér kostur á að fá betri yfirsýn yfir venjur og lífsstíl þátttakandans. Bjóddu svo gestum þínum að mæta til þín síðar til að gangast undir lífsstílsmat í heild sinni ásamt tilheyrandi mælingu á líkamssamsetningu. • Mikilvægt hollráð er að gæta þess að reyna að fá til sín nýtt fólk í hverri viku. Engu skiptir í því sambandi hvort þú skapar þér þessi nýju tengsl með hjálp vísana, áhrifahringsins þíns eða einfaldlega með því að fara út í hringiðuna og dreifa rétt merktum boðskortum og dreifimiðum. Því fleira fólki sem þú bætir við, þeim mun meiri drifkraft getur þú skapað.

HERBALIFE ACTIVE

Alls kyns áskorunarnámskeið eru einnig frábær leið til að laða að sér nýja viðskiptavini. Þú getur búið til þín eigin áskorunarnámskeið eða stuðst við hina einstaklega vel heppnuðu Level 10 lífsstílsáskorun. Sú áskorun gefur þátttakendum kost á að komast í sitt besta form, þ.e. Level 10 eins og Herbalife kallar það. Þátttakendur geta sett sér mismunandi markmið, t.d. að léttast, minnka fituforðann eða auka vöðvamassann, og tímaramminn er 90 dagar. Eftirfarandi þjónusta er meðal þess sem þú þarft að bjóða þátttakendum þínum upp á: • Einkatími þar sem þú mælir líkamssamsetningu hjá þátttakendum hverjum fyrir sig. • Val á sérsniðnum næringarpakka og matseðli fyrir hvern og einn. • Regluleg ráðgjöf og stuðningur frá lífsstílsleiðbeinanda. • Fræðsla um næringarmál og hreyfingu. • Vikulegir fundir. • Þar að auki skapa slík námskeið samkeppnisanda sem gefst vel til að hjálpa þátttakendum að varðveita áhugahvötina, halda sig á réttri braut á hverjum degi og leggja enn harðar að sér í hreyfingunni. Með því að taka þátt í slíkri keppni gætu þátttakendur þínir unnið glæsileg verðlaun. Til að fá nánari upplýsingar skaltu fara inn á HerbalifeActive.com.

➡➡ Hreyfingarklúbbar að hætti Herbalife gefa úrvalsgott tækifæri til að miðla kostum góðrar næringar og hreyfingar. ➡➡ Hreyfingarklúbbar eru einstaklega árangursrík leið til að veita virðisaukandi þjónustu og byggja upp gjöful tengsl við viðskiptavini. Þeir eru afar gagnlegir til að rækta tryggð meðal viðskiptavina því þar skapast vettvangur til að sækja sér ómetanlegan stuðning og reglulegar samverustundir. Að sama skapi tryggja þeir þér gott tækifæri til að fylgjast gaumgæfilega með framförum hjá viðskiptavinunum, að verðlauna þá fyrir unnin afrek og síðast en ekki síst að byggja upp gefandi samfélag af fólki með svipað hugarfar.

HOLLRÁÐ Mundu að fá vísanir á fleira fólk hjá gestum þínum!

Boð

Kynning og virðisauki

Samræður, mat og flokkun

Stuðningur við viðskipta­ vini og tryggð

1

2

3

4

28

Made with