IBO Book - IC
3
VIRÐISAUKI OG UPPBYGGING TRYGGÐAR
Fast húsnæði fyrir viðskiptin, sem er stundum kallað starfsstöð eða miðstöð, er bækistöð þar sem þú getur sinnt ýmiss konar starfsaðferðum og hópastarfi.
Slíkt húsnæði skapar vettvang fyrir óformleg mannamót þar sem gestir með svipuð næringarmarkmið geta bundist tengslum og veitt hver öðrum ómetanlegan innbyrðis stuðning um leið og þeir mæta í alls kyns starfsemi hjá þér á borð við: smökkunarteiti, lífsstílsmat, kynningu á heilnæmum morgunverði og lífsstílsklúbb. Meðlimur getur starfrækt sína eigin starfsstöð eða deilt húsnæðinu með öðrum meðlimum í Herbalife úr nágrenninu. Þegar þú ert að stíga fyrstu skrefin sem meðlimur skalt þú ekki flýta þér um of að opna þína eigin starfsstöð. Þess í stað skalt þú hagnýta þér félagsmiðstöð eða safnaðarheimili í nágrenninu svo þú getir einbeitt þér að því að byggja upp samfélag af viðskiptavinum og styðja þá. Þegar þú ákveður að opna þína eigin starfsstöð þarft þú að muna eftir alls kyns fjárhagslegum þáttum sem þú þarft að taka með í reikninginn. Má þar nefna sjóðstreymi og fastakostnað á borð við leigu fyrir húsnæði, viðskiptagjöld, veitugjöld o.s.frv. Þar að auki þarft þú að huga að ýmsum rekstrarþáttum á borð við að skipuleggja vinnudaginn, að starfa á skilvirkan hátt með hópnum þínum og að halda utan um þá starfsemi sem fer fram í klúbbnum þínum. Ítarlegar upplýsingar um starfsstöðvar er að finna í leiðarvísinum um að nota, bera og tala á MyHerbalife.com. Hér í framhaldinu er gefið yfirlit yfir lífsstílsmiðstöðvar og næringarklúbba sem eru starfsaðferðir sem unnt er að sinna á starfsstöðvum.
Lífsstílsmiðstöð Hvað er lífsstílsmiðstöð?
Aðeins flóknari starfsemi
➡➡ Lífsstílsmiðstöð er einstaklega árangursrík leið til að veita virðisaukandi þjónustu og byggja upp gjöful tengsl við viðskiptavini. Hún er afar gagnleg til að rækta tryggð meðal viðskiptavina því þar skapast vettvangur til að sækja sér ómetanlegan stuðning og reglulegar samverustundir. Að sama skapi tryggir hún þér gott tækifæri til að fylgjast gaumgæfilega með framförum hjá viðskiptavinunum, að verðlauna þá fyrir unnin afrek og síðast en ekki síst að byggja upp gefandi samfélag af fólki með svipað hugarfar. Lífsstílsmiðstöðvar eru hugsaðar sem félagslegt umhverfi þar sem þátttakendur geta mætt reglulega, bragðað á vörum, spjallað um hvernig þeim gengur og veitt hver öðrum stuðning og vináttu. Mögulegir og núverandi viðskiptavinir geta aðeins mætt í lífsstílsmiðstöð ef þeim er boðið þangað persónulega. Hvernig getur þetta hjálpað þér að finna nýja viðskiptavini og veita virðisaukandi þjónustu? Margir eru svo hrifnir af reynslunni af því að mæta reglulega í lífsstílsmiðstöð að þeir verða tryggir langtímaviðskiptavinir eða með tímanum meðlimir í Herbalife sjálfir. Í lífsstílsmiðstöð er hægt að bjóða upp á vöruprufur og tala um vörurnar, halda kynningar og framkvæma lífsstílsmat eða fjalla um viðskiptatækifærið svo dæmi séu tekin. Óháð því hvaða viðskiptaaðferðir verða fyrir valinu er fagmannlegt og afslappað umhverfi af þessu tagi frábær vettvangur til að byggja upp persónuleg tengsl.
We ness centre ll
Boð
Kynning og virðisauki
Samræður, mat og flokkun
Stuðningur við viðskipta vini og tryggð
1
2
3
4
30
Made with FlippingBook