IBO Book - IC

6

HJÁLPAR- OG KYNNINGARGÖGN

Notaðu mælistikur til að meta velgengnina Mikilvægur þáttur í að stunda gróskumikil viðskipti er að halda skrá yfir helstu mælistikur. Í boði er úrval af eftirlitseyðublöðum á MyHerbalife.com sem gera þér kleift að fylgjast með frammistöðu þinni í viðskiptunum og sjóðstreyminu hjá þér dag eftir dag. Á grundvelli þess getur þú svo ráðist í breytingar til að ná mánaðarlegum markmiðum ef með þarf. Síðast en ekki síst geta þær upplýsingar sem fást með því að fylgjast með viðskiptunum og greina hvað það er sem virkar, eða virkar ekki, gagnast til að hjálpa þér að klífa hraðar upp þrep sölu- og markaðskerfisins (sjá nánari upplýsingar á blaðsíðu 46). Ef ekki er haft eftirlit með viðskiptunum gæti verið erfiðara að vita hvað betur mætti fara. Fáðu alla í dreifingarhópnum þínum til að fylgjast einnig með sínum viðskiptum. Það gagnast ekki aðeins fyrir meðlimina þína og frammistöðu þeirra í viðskiptunum heldur gefur þetta þér jafnframt færi á að kanna hvernig gengur í undirlínunum, veita viðurkenningar fyrir góðan árangur og gefa ábendingar um umbætur. Hvernig er unnt að haga þessu eftirliti? Þú getur fylgst með mælistikum í viðskiptunum á ýmsan hátt: • Á pappír – það gerði Mark Hughes (1956 ‑ 2000), stofnandi Herbalife og fyrsti meðlimur fyrirtækisins. Þú getur sótt alls kyns eftirlitseyðublöð á MyHerbalife.com. • Þú gætir notað krítar- eða tússtöflu. • Þú getur geymt upplýsingar í farsímanum, tölvunni eða spjaldtölvunni. • Þú gætir líka prófað Google Docs. Þegar eftirlit er annars vegar skiptir aðferðin ekki máli, svo fremi sem þú sinnir því! Hverju er rétt að fylgjast með? Hægt er að nota ýmsar mælistikur til eftirlits í viðskiptunum. Eftirfarandi dæmi væru tilvalinn byrjunarreitur: • Persónuleg viðskipti þín. • Viðskipti Supervisorahópsins. • Gestafjöldi á viðburðum. • Daglegar viðskiptaaðgerðir: • Hversu mörgum bauðst þú? • Hversu margir mættu? • Hversu marga meðlimapakka seldir þú? • Hversu margir urðu viðskiptavinir?

Ráðfærðu þig við fólkið í upplínunni þinni, leiðbeinandann þinn eða sponsorinn þinn og fylgdu fordæmi þeirra í eftirlitinu.

HOLLRÁÐ

• Beittu þig aga og líttu í eigin barm af hreinskilni. • Temdu þér stefnufestu – fylltu eyðublöðin út daglega, vikulega eða mánaðarlega eftir því sem krafist er. • Aðlagaðu þig eftir þörfum – breyttu því sem virkar ekki, efldu það sem gengur vel.

• Með því að takmarka þig við örfáar en skilvirkar mælistikur verður mun auðveldara að fylgjast með framvindunni í viðskiptunum. • Fylgstu með og hafðu góða stjórn á útgjöldunum.

Prófaðu að fylgja eftirfarandi hollráðum svo betur gangi að sinna árangursríku eftirliti: • Sæktu og notaðu eftirlitseyðublöðin á MyHerbalife.com. • Prófaðu þau í nokkra mánuði – hafa þau áhrif á framleiðni hjá þér?

68

Made with